Einsdæmi í hagsögu Íslands framundan?

Útlit er fyrir að verðbólga reynist áfram hófleg hér á …
Útlit er fyrir að verðbólga reynist áfram hófleg hér á landi, enda virðist lítið lát á styrkingu krónu til skemmri tíma. mbl.i/Golli

Verðbólga í júlí er sú minnsta frá því í árs­byrj­un 2015. Útlit er fyr­ir að verðbólg­an hald­ist und­ir 2,5% mark­miði Seðlabank­ans langt fram eft­ir næsta ári, en hún hef­ur nú verið sam­fleytt und­ir mark­miðinu í tvö og hálft ár. Þessa þróun má fyrst og fremst þakka styrk­ingu krónu og lágu eldsneyt­is- og hrávöru­verði, en einnig virðast áhrif af hraðri hækk­un á inn­lend­um kostnaði koma hæg­ar fram í verðlagi en bú­ast mátti við.

Í Morgun­korni grein­ing­ar Ísland­banka er farið yfir nýbirta vísi­tölu neyslu­verðs sem Hag­stof­an birti í dag en vísi­tal­an lækkaði um 0,32% í mánuðinum.

Verðbólga mæl­ist nú 1,1% en var 1,6% í júní síðastliðnum. Að hús­næði und­an­skildu mæl­ist raun­ar 0,6% verðhjöðnun und­an­farna 12 mánuði.

Úlit er fyr­ir að verðbólga reyn­ist áfram hóf­leg hér á landi, enda virðist lítið lát á styrk­ingu krónu til skemmri tíma. Bráðabirgðaspá Íslands­banka ger­ir ráð fyr­ir að neyslu­verð hækki um 0,4% í ág­úst, verði óbreytt í sept­em­ber en hækki á ný um 0,1% í októ­ber.

Horf­ur á verðbólgu und­ir mark­miði í hátt á fjórða ár sam­fellt

Miðað við spár Íslands­banka verður verðbólga 1,4% í októ­ber. Í kjöl­farið eru tald­ar horf­ur á að verðbólg­an auk­ist hægt og síg­andi, en hún gæti þó hald­ist und­ir 2,5% mark­miði Seðlabank­ans tals­vert fram eft­ir næsta ári.

Það eru því horf­ur á að verðbólga hald­ist und­ir verðbólgu­mark­miðinu í hátt á fjórða ár sam­fellt, gefi gengi krónu ekki um­tals­vert eft­ir á kom­andi miss­er­um. Slíkt væri eins­dæmi í hag­sögu Íslands á lýðveld­is­tím­an­um, og gæti orðið til þess að auka trú lands­manna á því að unnt sé að halda verðlagi til­tölu­lega stöðugu hér­lend­is þrátt fyr­ir brös­uga sögu í þeim efn­um síðustu ára­tug­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK