Isavia gert að afhenda allt

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sýslumaður fyrirskipaði Isavia í morgun að afhenda Kaffitári öll gögn úr samkeppninni um verslunarrými í Leifsstöð er varða fyrirtækin sem komust áfram. Einnig gögnin úr forvalinu sem Isavia hafði neitað að afhenda. Ætlar Isavia að verða við beiðninni á næstu dögum.

Fyrir viku afhenti Isavia Kaffitári gögn úr samkeppninni samkvæmt úrskurði Héraðsdóms. Isavia lét þó ekki öll gögnin af hendi heldur einungis það sem varðaði seinni hluta keppninnar. Kaffitár óskaði þá einnig eftir gögnum úr fyrri hlutanum og ætlaði Isavia ekki að verða við því. Í samtali við mbl í gær sagðist talsmaður Isavia túlka niðurstöðuna á þann hátt að félagið hefði þegar orðið að fullu við beiðninni.

Frétt mbl.is: Isavia: Engar geðþóttaákvarðanir

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, segir að Isavia hafi eftir fundinn hjá sýslumanni í morgun sagst ætla að afhenda þessi gögn á næstu dögum og ætlar hún að fara yfir þau í næstu viku. Að því loknu verður tekin ákvörðun um mögulegar aðgerðir.

Sagðist hún þó ætla að taka sér frí frá þessu öllu saman í millitíðinni enda nokkuð uppgefin eftir lokaslaginn.

Isavia þarf að afhenda Kaffitári öll gögn úr samkeppninni.
Isavia þarf að afhenda Kaffitári öll gögn úr samkeppninni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK