Telur Evrópusambandið ósjálfbært

Evr­ópu­sam­bandið er „ósjálf­bært“ í nú­ver­andi mynd og ákvörðun breskra kjós­enda að segja skilið við sam­bandið er ein­ung­is ein birt­ing­ar­mynd þeirra erfiðleika sem það glím­ir við. Þetta er mat alþjóðlega mats­fyr­ir­tæk­is­ins Stand­ard & Poor's.

Fyr­ir­tækið gagn­rýn­ir það fyr­ir­komu­lag inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að ríki þess „deili“ full­veldi sínu þar sem sam­bandið taki sér vald yfir ýms­um mál­um ríkj­anna af handa­hófi. Fyr­ir vikið sé sam­bandið of laustengt og þar af leiðandi ekki sjálf­bært. Erfitt sé að gera ráð fyr­ir því hvernig þróun mála inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins kunni að verða og of margt sem gæti haft áhrif á það hver póli­tísk og efna­hags­leg þróun sam­bands­ins kann að verða.

Fram kem­ur í frétt breska viðskipta­blaðsins City A.M. að Stand­ard & Poor's bæt­ist þar með í hóp margra fræðimanna og stjórn­mála­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafi kallað eft­ir því að samrunaþró­un­in inn­an sam­bands­ins héldi annaðhvort áfram eða yrði að laustengd­ara sam­bandi „póli­tísks og efna­hags­legs sam­bands­rík­is“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK