Jói Fel hrifinn af glerlistinni

Smiðurinn Björn Björnsson starfar í samsetningardeildinni hjá Sæplasti á Dalvík þar sem hann sér um að útfæra ýmsar sérlausnir í framleiðslunni. Eftir að hafa útskrifast frá Iðnskólanum á Akureyri árið 1979 starfaði Björn í rúm tuttugu ár sem trésmiður og hann segir að þann grunn nýtast sér vel í framleiðslunni.  „Þó maður noti ekki nagla og hamar, þá eru þetta ýmsar mælingar út og suður,“ segir Björn en plastið er soðið saman í fiskikör, olíuskiljur, vatnstanka og vörur af ýmsu tagi.

Fagfólkið kom við hjá Birni á Dalvík fyrr í sumar.

Sérsmíðin hjá Sæplasti getur verið krefjandi og Björn segir það vera gaman að takast á við áskoranir þar sem hann þurfi að brjóta heilann svolítið. Kerin þarf oft að sníða sérstaklega í minni báta og það getur reynt á hugvitið og reynsluna.     

Glerlistin hefur farið víða

Í frístundum dundar Björn sér við að aðstoða konu sína Sigríði Guðmundsdóttur í glersbræðslu og framleiðslu á glervörum á borð við diskastell, skálar, bakka, kertastjaka ofl. Eftir að hafa smitast af glerbakteríunni af fjölskyldumeðlimi fyrir nokkrum árum, keyptu þau sér ofn til að bræða glerið í. Nú eru ofnarnir orðnir tveir og framleiðsla hjónanna hefur stóraukist.

Fyrir nokkrum árum hljóp á snærið hjá þeim þegar stell frá þeim birtist í vinsælum matreiðsluþætti. „Jói Fel komst á snoðir um þetta, kemur hérna og sagðist geta tekið örlítið frá okkur,“ Björn segir að stellið hafi þó fengið töluvert stærra hlutverk en það og stuttu síðar hafi veitingastaðurinn vinsæli Friðrik V bæst við.

„Þetta varð fljúgandi start fyrir okkur, það er ákaflega mikið verslað við okkur, “ segir Björn sem lauk nýverið að byggja lítið hús utan um starfsemina á lóðinni hjá þeim hjónum. Hann sér um að sníða glerið og og bræða það niður á meðan Sigríður sér um skreytingarnar. „Við þurfum ekki að tala mikið saman nema svo beri undir því að við göngum bara ákveðið í þetta og vitum nákvæmlega hvað hvort á að gera.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka