ESA samþykkir ívilnunarsamning

Bygging Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í Brussel.
Bygging Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í Brussel.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ívilnanasamning íslenska ríkisins við Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Ívilnanasamningurinn er metinn á um 4,6 milljarða íslenskra króna og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan skapi um 450 störf og stuðli að efnahagslegri uppbyggingu á svæðinu.

Ívilnanir til Silicor Material byggja á almennri rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi sem ætlað er að efla atvinnulíf og byggðaþróun, segir í frétt frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Niðurstaða ESA er að ívilnanasamningurinn hafi hvatningaráhrif þar sem ekki hefði verið ráðist í þessa framkvæmd án fyrirheita um ríkisaðstoð. Aðstoðin stuðlar þar með að atvinnusköpun, laðar til sín fyrirtæki, eykur efnahagslega fjölbreytni og býr til störf.

Fréttatilkynning ESA

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK