Bensín hækkar um 80%

AFP

Ríkisstjórn Kúveit samþykkti á fundi sínum í gær að hækka verð á bensíni um rúmlega 80% frá og með næstu mánaðamótum. Verðhækkunin er liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr áhrifum af tekjumissi vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Verð á ódýrustu tegundinni af bensíni hækkar í 28 bandarísk sent lítrinn en það svarar til 34 króna. Dýrasta bensínið hækkar hins vegar í 55 sent lítrinn sem svarar til 66 króna. Þetta er fyrsta bensínverðhækkunin í Kúveit í tæpa tvo áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK