Ísland besta staðsetning gagnavera í heiminum

Advania, Borealis, GreenQloud, Nýherji, Opin kerfi, Síminn, Verne Global og …
Advania, Borealis, GreenQloud, Nýherji, Opin kerfi, Síminn, Verne Global og Vodafone reka öll gagnaver á Íslandi.

Ísland þykir ákjós­an­leg­ur kost­ur fyr­ir staðsetn­ingu gagna­vera. Í áhættu­grein­ing­ar­skýrslu Cus­hm­an & Wakefield, Data Center Risk Index 2016, fær Ísland hæstu ein­kunn en á eft­ir eld­fjalla­eyj­unni koma Nor­eg­ur, Sviss, Finn­land og Svíþjóð.

Þrjú ár eru frá síðustu skýrslu Cus­hm­an & Wakefield um áhættuþætti tengda gagna­ver­um og þá sat Ísland í sjö­unda sæti list­ans, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Geymsla hvers kon­ar gagna og ör­ugg­ur aðgang­ur að þeim er að verða sí­fellt mik­il­væg­ari þátt­ur í rekstri margra fyr­ir­tækja að sögn Björns Brynj­úlfs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Bor­eal­is Data Center-gagna­vers­ins, og mik­il­vægi þess að Íslandi skuli vera komið á topp­inn á lista Cus­hm­an & Wakefield get­ur skilað sér í aukn­um áhuga á Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK