Ísland besta staðsetning gagnavera í heiminum

Advania, Borealis, GreenQloud, Nýherji, Opin kerfi, Síminn, Verne Global og …
Advania, Borealis, GreenQloud, Nýherji, Opin kerfi, Síminn, Verne Global og Vodafone reka öll gagnaver á Íslandi.

Ísland þykir ákjósanlegur kostur fyrir staðsetningu gagnavera. Í áhættugreiningarskýrslu Cushman & Wakefield, Data Center Risk Index 2016, fær Ísland hæstu einkunn en á eftir eldfjallaeyjunni koma Noregur, Sviss, Finnland og Svíþjóð.

Þrjú ár eru frá síðustu skýrslu Cushman & Wakefield um áhættuþætti tengda gagnaverum og þá sat Ísland í sjöunda sæti listans, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Geymsla hvers konar gagna og öruggur aðgangur að þeim er að verða sífellt mikilvægari þáttur í rekstri margra fyrirtækja að sögn Björns Brynjúlfssonar, framkvæmdastjóra Borealis Data Center-gagnaversins, og mikilvægi þess að Íslandi skuli vera komið á toppinn á lista Cushman & Wakefield getur skilað sér í auknum áhuga á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka