Síðan að Donald Trump tilkynnti framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í júní á síðasta ári hafa heimsóknir á hótel hans, spilavíti og golfvelli dottið niður samkvæmt gögnum frá staðsetningaþjónustunni Foursquare. Aðsókn á staði í eigu Trump datt niður um 14% milli ára í júlí.
Áður en Trump tilkynnti framboð sitt var aðsóknin á staði í hans eigu nokkuð stöðugar milli ára og jafnvel á uppleið. En þegar að hann hóf kosningabaráttu hans minnkaði aðsóknin og var hún 17% minni í ágúst 2015 en á sama tíma ári áður.
Aðsóknin varð síðan aftur stöðug í nokkra mánuði en þegar að forkosningar repúblikana náðu hámarki í vor minnkaði hún aftur. Þá fengu hótelin ekki sama magn gesta um vorið og venjulega.
Þær eignir sem tengja má við Trump sem urðu hvað verst úti var Trump SoHo hótelið í New York, Trump International Hotel & Tower í Chicago og Trump Taj Mahal spilavítið, en því verður lokað í næsta mánuði. Það hefur þó ekki verið í eigu Trump síðan 2009. Aðsókn á þessa þrjá staði minnkaði um 17-24 % á þessu ári miðað við árið á undan.
Mörg hótela, spilavíta og golfvalla Trump eru í ríkjum þar sem demókratar eru í meirihluta og þrífast þau að miklu leyti að heimsóknum heimamanna.