Spá frekari styrkingu krónunnar

Gengislækkun pundsins gagnvart krónunni hefur meðal annars valdið því að …
Gengislækkun pundsins gagnvart krónunni hefur meðal annars valdið því að dýrara er fyrir Breta að dvelja hér á landi. mbl.is/Styrmir Kári

Gengi breska punds­ins hef­ur lækkað um 25,20% gagn­vart ís­lensku krón­unni á und­an­förn­um tólf mánuðum. Hef­ur það nú ekki verið ódýr­ara, í krón­um talið, frá því í mars árið 2009. Er gert ráð fyr­ir áfram­hald­andi veik­ingu punds­ins næstu mánuði.

Eitt pund­ar kost­ar nú rétt rúm­lega 155 krón­ur en á und­an­förn­um sjö árum hef­ur það hald­ist á bil­inu 175 til 210 krón­ur. Fór það síðast niður fyr­ir 155 krón­ur í mars­mánuði árið 2009.

Geng­is­lækk­un breska punds­ins hef­ur verið sér­stak­lega skörp í sum­ar, fyrst í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu, og síðan í kjöl­far þess að úr­slit­in lágu fyr­ir og ljóst var að Bret­ar hefðu kosið að segja skilið við sam­bandið.

Í byrj­un sum­ars stóð gengi punds­ins í um 180 krón­um og hef­ur það því lækkað um 16% í sum­ar. Lækk­un­in nem­ur 19% það sem af er ári.

Bæði góðar og slæm­ar fregn­ir

Veik­ing punds­ins þýðir, eins og gef­ur að skilja, að ódýr­ara verður að flytja inn vör­ur og þjón­ustu frá Bretlandi og eins verður ódýr­ara fyr­ir Íslend­inga að ferðast og dvelja í Bretlandi. En frétt­irn­ar eru þó ekki al­farið góðar, því að sama skapi hef­ur veik­ing punds­ins þau áhrif að lægra verð en ella fæst fyr­ir ís­lensk­ar vör­ur og þjón­ustu sem flutt er út til Bret­lands. Þá verður jafn­framt dýr­ara fyr­ir Breta að dvelja hér á landi.

Línuritið sýnir gengisþróun krónunnar gagnvart breska pundinu það sem af …
Línu­ritið sýn­ir geng­isþróun krón­unn­ar gagn­vart breska pund­inu það sem af er ári. Skjá­skot af vef Íslands­banka

Þess má geta að gengi krón­unn­ar hef­ur ekki aðeins styrkst gagn­vart pund­inu á umliðnum mánuðum, held­ur jafn­framt gagn­vart evr­unnni og Banda­ríkja­daln­um. Nem­ur styrk­ing­in um 10% á síðustu tólf mánuðum.

Skell­ur fyr­ir breskt efna­hags­líf

Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ekki al­veg fyr­ir­séð hvaða af­leiðing­ar geng­is­lækk­un breska punds­ins muni hafa í för með sér á bæði breskt efna­hags­líf sem og þau hag­kerfi sem tengj­ast því, eins og það ís­lenska. Ísland sé í sterku viðskipta­sam­bandi við Breta.

„Ákvörðun Breta um að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið hef­ur verið ákveðinn ör­laga­vald­ur fyr­ir geng­isþróun breska punds­ins und­an­farið, enda ákvörðunin skell­ur fyr­ir breskt efna­hags­líf,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Hef­ur áhrif á breska ferðamenn

Hann bend­ir á að það sem hafi breyst hér á landi, sam­hliða hinum öra vexti ferðaþjón­ust­unn­ar, sé að hag­kerfið taki nú í meira mæli mið af efna­hags- og geng­isþróun í þeim ríkj­um sem hvað flest­ir ferðamenn koma frá. „Þetta er kannski fyrsta rót­tæka dæmið sem við sjá­um eft­ir að ferðaþjón­ust­an varð svona um­fangs­mik­il hér á landi um hvaða áhrif geng­is­breyt­ing­ar hafa á hag­kerfið.

Breska pundið hefur hríðfallið í verði undanfarið.
Breska pundið hef­ur hríðfallið í verði und­an­farið. AFP

Við eig­um eft­ir að sjá hverj­ar af­leiðing­arn­ar verða, en það er ör­uggt að lækk­un­in mun hafa áhrif á bæði út­gjöld breskra ferðamanna hér á landi sem og fjölda breskra ferðamanna sem hingað koma,“ seg­ir Ingólf­ur.

Bret­ar eru stærsti og einn hraðast vax­andi hóp­ur ferðamanna á land­inu og seg­ir Ingólf­ur nokkuð ljóst að ný­leg geng­isþróun punds­ins muni hafa áhrif á bæði það hversu marg­ir bresk­ir ferðamenn koma hingað og hversu mik­il út­gjöld þeirra eru hér á landi. „Það má segja að Bret­ar hafi verið einn af stóru drif­kröft­un­um í vext­in­um í ferðaþjón­ust­unni, þannig að þetta er áhyggju­efni.“

Dreg­ur úr út­gjöld­um Breta

Hann bend­ir þó á að aðrar mynt­ir hafi styrkst gagn­vart breska pund­inu, þar á meðal Banda­ríkja­dal­ur­inn. Það gæti valdið því að fleiri, til dæm­is Banda­ríkja­menn, ferðist hingað, til meg­in­lands Evr­ópu og til Bret­lands. Það gæti virkað sem ákveðið mót­vægi.

„Þannig að það er ekki fyr­ir­séð hver áhrif­in ná­kvæm­lega verða, en þó er klárt að geng­is­lækk­un­in mun draga úr út­gjöld­um breskra ferðamanna hér á landi og í leiðinni tekj­um okk­ar af þeim.“

Ákvörðun Breta um að segja skilið við Evrópusambandið var ákveðinn …
Ákvörðun Breta um að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið var ákveðinn ör­laga­vald­ur fyr­ir geng­isþróun punds­ins. AFP

Á von á hæg­fara styrk­ingu

Ingólf­ur seg­ir að í þjóðhags­spá grein­ing­ar Íslands­banka frá því í byrj­un sum­ars hafi verið gert ráð fyr­ir því að fram að aflétt­ingu hafta sé lík­legt að gengi krón­unn­ar þró­ist með viðlíka hætti og það hef­ur gert und­an­farið: hæg­fara styrk­ing og lítið flökt.

„Okk­ur þótti það nokkuð sýnt að inn­an gjald­eyr­is­haft­anna yrði leiðin í þessa átt, til styrk­ing­ar, vegna þess að við erum með mikið hreint inn­streymi fjár­magns, ekki síst yfir sum­ar­mánuðina vegna ferðaþjón­ust­unn­ar. Um­tals­verður af­gang­ur á ut­an­rík­is­viðskipt­um hef­ur skapað þetta gjald­eyr­is­inn­flæði og það teng­ist ferðaþjón­ust­unni og vexti henn­ar sér­stak­lega.

Til viðbót­ar hef­ur er­lend skuld­astaða þjóðarbús­ins batnað all­veru­lega, og er orðin til­tölu­lega góð í sögu­legu sam­hengi, og þá eru nettó vaxta­greiðslur til út­landa mun lægri en áður. Það allt sam­an, ásamt auðvitað upp­gangi í efna­hags­líf­inu, hjálp­ar við að styrkja krón­una.“

Búast má við því að raungengi krónunnar hækki á næstunni …
Bú­ast má við því að raun­gengi krón­unn­ar hækki á næst­unni sam­hliða því að fram­leiðslu­spenna auk­ist í hag­kerf­inu. mbl.is/​Golli

Í þjóðhags­spánni kom einnig fram að grein­ing Íslands­banka tel­ur lík­ur á því að raun­gengi krón­unn­ar hækki á næst­unni sam­hliða því að fram­leiðslu­spenna auk­ist í hag­kerf­inu. Er lík­legt að þessi hækk­un raun­geng­is­ins komi að minnsta kosti að hluta til með hærra nafn­gengi krón­unn­ar.

Óviss­an meiri og flöktið sömu­leiðis

Geng­isþró­un­in inn­an gjald­eyr­is­haft­anna und­an­far­in ár hef­ur verið nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg og hef­ur henni að miklu leyti verið stýrt af Seðlabank­an­um. Bank­inn hef­ur keypt mikið af gjald­eyri til þess að vinna á móti styrk­ingu krón­unn­ar og safna í sarp­inn í óskuld­sett­an forða til þess að búa sig und­ir los­un haft­anna.

Ingólf­ur seg­ir að óviss­an um geng­isþró­un­ina verði nú öllu meiri þegar næstu skref verða stig­in í af­náms­ferl­inu. Lík­legt sé að flökt krón­unn­ar auk­ist.

„Við erum samt ekki svart­sýn­ir á þróun krón­unn­ar þegar kem­ur fram yfir los­un gjald­eyr­is­hafta. Ég held að aðstæður í efna­hags­líf­inu ásamt stöðu gjald­eyr­is­forðans og hugs­an­legu út­flæði muni ekki kalla á ein­hverja um­tals­verða geng­is­lækk­un. Það kæmi á óvart. Ég held að það sé full­ur vilji Seðlabank­ans og stjórn­valda að tryggja að svo verði ekki. Þannig að við reikn­um með að krón­an styrk­ist fram á næsta ár.“

Seðlabankinn hefur verið duglegur við að kaupa gjaldeyri á undanförnum …
Seðlabank­inn hef­ur verið dug­leg­ur við að kaupa gjald­eyri á und­an­förn­um árum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK