Hagnaður Landsbankans 11,3 milljarðar

Heildareignir bankans í lok júní voru um 1.110 milljarðar króna …
Heildareignir bankans í lok júní voru um 1.110 milljarðar króna samanborið við 1.173 milljarða króna ári fyrr og hefur því efnahagur bankans dregist saman um rúm 5% síðasta árið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2016 samanborið við 12,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til kauphallarinnar.

Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 17,6 milljarðar króna og hækkuðu þær um 9% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 milljörðum króna og hækkuðu um 14,7% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar hækkuðu um 0,4 milljarða króna á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 7,3 milljarða króna ári fyrr og skýrist lækkunin aðallega af minni hagnaði af hlutabréfum. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,6% á ársgrund­velli samanborið við 10,4% á sama tímabili 2015.

Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins námu 28,2 milljörðum króna samanborið við 28,8 milljarða króna á sama tímabili árið 2015. Rekstrarkostnaður hækkaði um 1,6% á milli ára. Launakostnaður hækkaði í takt við kjarasamn­inga en annar rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 4,5% á milli tímabila.

Heildareignir bankans í lok júní voru um 1.110 milljarðar króna samanborið við 1.173 milljarða króna ári fyrr og hefur því efnahagur bankans dregist saman um rúm 5% síðasta árið. Á aðalfundi bankans í apríl var ákveðið að greiða hluthöfum samtals 28,5 milljarða króna í arð og var eigið fé bankans 247,3 milljarðar króna í lok júní.

,,Afkoma Landsbankans á fyrri helmingi árs er góð, sér í lagi á öðrum ársfjórðungi. Staða bankans er sterk og bankinn er í sókn,“ er haft eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans. „Á einstaklingsmarkaði mælist bankinn nú með 37,6% markaðshlutdeild, samkvæmt Gallup-könnun í júní, og hefur hún aldrei mælst hærri. Markaðshlutdeild á fyrir­tækjamarkaði hefur einnig aukist og niðurstöður úr þjónustukönnunum sýna að einstaklingar jafnt sem fyrirtæki kunna vel að meta þjónustu bankans. Umsvifin í eignastýringu aukast jafnt og þétt og bankinn er í forystusveit þegar kemur að viðskiptum í kauphöll. Okkur þykir afar ánægjulegt að fleiri einstaklingar og fyrirtæki sjái sér hag í að beina viðskiptum sínum til bankans.

Rekstrarárangur fyrstu sex mánuði ársins og aukin markaðshlutdeild bankans sýna að Landsbankinn er á réttri leið við innleiðingu á stefnu þótt enn sé verk að vinna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK