Of mikil áhætta fyrir ríkið

Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir það felist mikil áhætta …
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir það felist mikil áhætta í því fyrir íslenska ríkið að Isavia sem sé alfarið í þess eigu. Kristinn Ingvarsson

Í nýju nefndaráliti fjárlaganefndar Alþingis er viðruð sú skoðun að fá einkafjárfesta að frekari uppbyggingu innviða á Keflavíkurflugvelli. Er í álitinu bent á að þeim flugvöllum sem séu alfarið eða að hluta til í eigu einkaaðila fari mjög fjölgandi í Evrópu og að um 80% flugfarþega sem leggja leið sín til og frá álfunni fari um fyrrnefnda velli.

Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni, varaformanni fjárlaganefndar, í Morgunblaðinu í dag að það felist mikil áhætta í því fyrir íslenska ríkið að fyrirtæki sem sé alfarið í þess eigu, Isavia, ráðist í innviðafjárfestingu á vellinum sem nemi um 70 til 90 milljörðum króna.

„Þarna erum við að tala um fjárfestingu sem jafngildir tveimur hátæknisjúkrahúsum, hvorki meira né minna. Og þetta eru sannarlega mjög mikilvægar framkvæmdir og lúta að einni mikilvægustu burðarstoð íslensks efnahagslífs um þessar mundir, ferðaþjónustunni. En þegar þetta mikla fjármagn fer í þessa uppbyggingu þá er ekki hægt að ráðast af sama krafti í aðra mjög mikilvæga uppbyggingu sem er ekki síður nauðsynleg.“

Guðlaugur segir að nefndin geri ráð fyrir því að tillit verði tekið til þessara sjónarmiða við gerð fjárlaga í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK