Gengið varnar bólgu

Síðustu tólf mánuði hefur krónan styrkst um 11,1%.
Síðustu tólf mánuði hefur krónan styrkst um 11,1%. mbl.is/Árni Sæberg

Styrking krónunnar hefur komið fram í lægra verði á innfluttum varningi heldur en annars hefði verið, og þannig haldið aftur af verðbólgu. Þetta segir Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica.

„Við sjáum að vísitala neysluverðs er á uppleið, en hún hefði hækkað hraðar og verið mun hærri ef innfluttar vörur hefðu ekki lækkað svona í verði,“ segir Yngvi í samtali við Morgunblaðið í dag.

Síðustu tólf mánuði hefur krónan styrkst um 11,1%, sem telja verður heldur snarpa hækkun miðað við árin þar á undan.

„Til að sjá svona mikla og samfellda styrkingu, eins og við höfum séð síðan árið 2013, þarf að horfa nokkuð langt aftur í tímann, kannski til áranna 2002 til 2005,“ segir Yngvi.

Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri GER-Innflutnings sem á og rekur Húsgagnahöllina, segir styrkingu gengisins hafa gefið fyrirtækinu kost á hagstæðari innkaupum erlendis. Neytendur njóti þá góðs af lægra vöruverði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK