Húshitunarkostnaður langlægstur á Íslandi

Langflest heimili landsins eru hituð upp með jarðhita, eða 90%. …
Langflest heimili landsins eru hituð upp með jarðhita, eða 90%. Í Reykjavík er þetta hlutfall 100%. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Það kostar fimmfalt meira á ári að hita húsið sitt í Helsinki en í Reykjavík. Húshitunarkostnaður er langlægstur á Íslandi og er þrefalt minni en þar sem næstódýrast er að hita.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samorku um húshitunarkostnað á Norðurlöndum. Stuðst er við tölur frá stærstu veitufyrirtækjum í hverri höfuðborg.

Þar segir að árlegur kostnaður við að hita heimili á Íslandi sé rúmar 85 þúsund krónur á ári fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Íbúi í Helsinki þarf hinsvegar að borga hátt í hálfa milljón árlega, eða um 428 þúsund krónur. Í Stokkhólmi er næstdýrast að hita húsið sitt, en þar greiða íbúar rúmlega 300 þúsund krónur á ári. Íbúar í Kaupmannahöfn og Osló borga svipað á ári, tæplega 300 þúsund krónur.

Í samantektinni segir að skattar vegi nokkuð þungt á húshitunarreikningi Norðurlandabúa, en auk virðisaukaskatts er innheimtur sérstakur orkuskattur. Á Íslandi er hann 2% á heitt vatn.

Langflest heimili landsins eru hituð upp með jarðhita, eða 90%. Í Reykjavík er þetta hlutfall 100%. Auk þess að vera ódýr kostur er jarðhiti að auki endurnýjanlegur og umhverfisvænn orkugjafi. Í hinum Norðurlandaríkjunum er að mestu notast við raforku eða jarðefnaeldsneyti við upphitun húsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK