Ísland er í þrettánda sæti yfir þau ríki sem standa fremst hvað varðar nýsköpun en Sviss er í fyrsta sæti og Svíþjóð er í öðru sæti lista Global Innovation Index 2016. Þetta er níunda árið í röð sem listinn er tekinn saman en það er Cornell-háskólinn sem annast gagnasöfnun.
Finnar eru í fimmta sæti og Danir eru í áttunda sæti listans. Ísland skipaði einnig 13. sætið á listanum í fyrra.