Skuldir spænska ríkisins jukust um 18,5 milljarða evra í júní og námu þá í heildina rúmlegq 1,1 billjón evra eða um 147 billjónum íslenskra króna. Skuldastaða Spánar hefur aldrei verið verri að nafngildi samkvæmt frétt Euobserver.com.
Skuldastaðan er ríflega 100,9% af landsframleiðslu og hefur ekki verið verri á þann mælikvarða í meira en öld eða frá árinu 1909 þegar staðan var 102% samkvæmt opinberum skrám.