Ekkert tæki má stoppa

„Alls staðar þar sem er ferðaþjónusta þurfa að vera hlutir …
„Alls staðar þar sem er ferðaþjónusta þurfa að vera hlutir eins og uppþvottavél, hnífapör og ofnar, fólk kemst ekki hjá því,“ segir Guðmundur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gríðarleg­ur vöxt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar síðustu ár hef­ur varla farið fram­hjá mörg­um. Ferðaþjón­ust­an teyg­ir anga sína víða og eru það ekki bara ferðaskrif­stof­urn­ar og hót­el­in sem græða á sí­auk­inni komu er­lendra ferðamanna hingað til lands.

Bako Ísberg ehf. sinn­ir nán­ast öll­um þeim búnaði sem veit­inga­geir­inn þarf, allt frá te­skeiðum upp í inn­rétt­ing­ar og allt þar á milli. Milli ár­anna 2014 og 2015 juk­ust tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins um 60% og er það að mestu leyti rekið til ferðaþjón­ust­unn­ar.

Árin eft­ir hrun gríðarlega erfið

Fram­kvæmda­stjóri Bako Ísbergs, Guðmund­ur Kr. Jóns­son, seg­ir ferðaþjón­ust­una færa með sér vax­andi kúnna­hóp inn­an hót­el- og veit­inga­húsa­brans­ans. Bako Ísberg var stofnað árið 1990 og seg­ir Guðmund­ur tekj­urn­ar hafa verið nokkuð sveiflu­kennd­ar milli ára. „Árin eft­ir hrun voru til að mynda gríðarlega erfið. Við lifðum þau af en því miður ekki er hægt að segja það sama um öll fyr­ir­tæki í okk­ar geira. En nú eru tekj­urn­ar að aukast tölu­vert og við finn­um fyr­ir því að það teng­ist vexti ferðaþjón­ust­unn­ar.“

Fyr­ir­tækið skaff­ar einnig hönn­un­ar­ráðgjöf og get­ur komið inn í hvert verk­efni á grunn­stigi. „Við erum með 4-5 manna verk­stæði sem set­ur upp tæki en held­ur þeim einnig við. Mesta breyt­ing­in er lík­lega í þjón­ustuþætt­in­um. Nú er spenn­an er svo mik­il, ekk­ert tæki má stoppa,“ seg­ir Guðmund­ur.

Bako Ísberg ehf. sinnir nánast öllum þeim búnaði sem veitingageirinn …
Bako Ísberg ehf. sinn­ir nán­ast öll­um þeim búnaði sem veit­inga­geir­inn þarf, allt frá te­skeiðum uppí inn­rétt­ing­ar og allt þar á milli. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kom­ast ekki hjá því að vera með hnífa­pör

Meðal viðskipta­vina Bako Ísbergs er Bláa lónið, Icelanda­ir-hót­el­in og Hót­el Saga. Þá þjón­usta þau líka veit­ingastað IKEA og þó hann teng­ist ekki beint ferðaþjón­ustu bend­ir Guðmund­ur á að hann sé einn stærsti veit­ingastaður lands­ins og þörf­in á tækj­um og þjón­ustu eft­ir því.

Guðmund­ur seg­ir ótrú­legt að fylgj­ast með fjölg­un kúnn­anna og nefn­ir þar Bláa lónið sem dæmi. „Vöxt­ur­inn þar er með ólík­ind­um. Við erum nú að vinna með þeim í nýja hót­el­inu þeirra sem verður fimm stjörn­ur. Þá þurf­um við að vera til taks hvenær sem er,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann sjái aukn­ingu í nýj­um veit­inga­stöðum og hót­el­um all­an hring­inn í kring­um landið. „Alls staðar þar sem er ferðaþjón­usta þurfa að vera hlut­ir eins og uppþvotta­vél, hnífa­pör og ofn­ar, fólk kemst ekki hjá því.“

Guðmund­ur sér fram á áfram­hald­andi vöxt á fyr­ir­tæk­inu enda er verk­efna- og kúnna­list­inn lang­ur. Hann seg­ir fyr­ir­tækið reyna eft­ir bestu getu að sinna öll­um og að biðtími verði sem styst­ur.

Bako Ísberg ehf. sinnir nánast öllum þeim búnaði sem veitingageirinn …
Bako Ísberg ehf. sinn­ir nán­ast öll­um þeim búnaði sem veit­inga­geir­inn þarf, allt frá te­skeiðum upp í inn­rétt­ing­ar og allt þar á milli. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þörf á fleira fag­fólki

Alls starfa ell­efu manns hjá fyr­ir­tæk­inu og stend­ur til að bæta í hóp­inn. Guðmund­ur seg­ir að Bako Ísberg leggi áherslu á að vera með fag­fólk í vinnu og bend­ir á að þau séu með þrjá mat­reiðslu­menn í sölu. Þá er tækni­deild­in aðeins sam­sett af menntuðum raf­virkj­um. „Við erum að reyna að stækka tækni­deild­ina en það vant­ar góða fag­menntaða raf­virkja. Við erum ný­lega búin að taka inn nýj­an sölu­mann í borðbúnaðardeild­ina en ég sé fram á að við þurf­um að fjölga stöðugild­um.“

Guðmund­ur seg­ir al­mennt vel staðið að hót­el- og veit­inga­geir­an­um hér á landi, þrátt fyr­ir þenn­an hraða vöxt. „Við finn­um að marg­ir eru að gera þessa hluti vel og að fag­mennsk­an er uppistaðan. Þó eru alltaf ein­hverj­ir inni á milli sem eru að fleyta rjómann.“

Þá seg­ir hann ríka þörf á að fleiri mennti sig í þess­um geira. „Það þarf fleira fag­fólk. Það verður erfitt   að viðhalda gæðum án þess að veru­leg fjölg­un fag­menntaðs fólks komi til. Það er eins og þegar kem­ur að því að velja náms­leiðir þá sé það ekki álit­leg­ur val­kost­ur að mennta sig til t.d. fram­leiðslu­manns, bak­ara eða mat­reiðslu­manns. En fólk þarf ekki annað en að opna aug­un og sjá að fjöl­marg­ir sem lært hafa þessi fög eru efnað fólk í dag og njóta þess að starfa á þess­um vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK