Tímasetningin ágætlega vel heppnuð

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Ljósmynd/Arion banki

Áhrifa af vaxta­lækk­un Seðlabank­ans fyrr í dag ætti að gæta mjög fljót­lega á markaði með skamm­tíma­fjár­mögn­un. Þetta á meðal ann­ars við um stór­an hluta af fjár­mögn­un fyr­ir­tækja sem er til skamms tíma. Þá ætti vaxta­lækk­un­in líka að skila sér að öðru óbreyttu í breyti­lega vexti hús­næðislána. Þetta seg­ir Stefán Broddi Guðjóns­son, for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka, í sam­tali við mbl.is.

Stefán bend­ir á að ákvörðunin hafi strax haft áhrif á rík­is­skulda­bréf og hluta­bréfa­markaðinn og það sé til marks um að menn hafi ekki átt von á þessu núna. Seg­ir hann lækk­un­ina núna vera tíma­bæra eft­ir að verðbólga hef­ur verið inn­an verðbólgu­mark­miðs í lang­an tíma.

Þótt vaxta­lækk­un geti haft áhrif á vexti fast­eignalána til lengri tíma seg­ir Stefán að setja verði þetta í sam­hengi við eigna­verð líka. Sam­hliða vaxta­lækk­un lækk­ar ávöxt­un­ar­krafa og eigna­verð hækk­ar. Þetta sjá­ist ágæt­lega á verðbréfa­markaðinum í dag. Því sé lík­legt til lengri tíma að vaxta­lækk­un hækki fast­eigna­verð, þótt fast­eignalánsvext­ir gætu lækkað.

Á kynn­ing­ar­fundi Seðlabank­ans í morg­un sagði aðal­hag­fræðing­ur hans að þrátt fyr­ir hækk­andi hús­næðis­verð teldi hann ekki fast­eigna­bólu vera í gangi. Þannig væri út­lána­aukn­ing til fast­eigna­fjár­fest­inga ekki að aukast mikið.

Stefán seg­ist aðspurður um þessi orð vera sam­mála aðal­hag­fræðingn­um og að þótt að aukn­ing hafi verið á fyrsta árs­fjórðungi í út­lán­um til fast­eigna­kaupa sjái hann ekki bólu­mynd­un þar. Seg­ir hann hækk­un fast­eigna­verðs fyrst og fremst drifna áfram af fram­boðsaukn­ingu. Seg­ir Stefán að fram­boð fast­eigna sé nú byrjað að aukast sem ætti að koma eitt­hvað til móts við hækk­andi verð.

Hann seg­ir að tíma­setn­ing vaxta­lækk­un­ar­inn­ar í dag sé ágæt­lega heppnuð og í raun megi Seðlabank­inn klappa sér á bakið fyr­ir það hvernig tek­ist hef­ur að viðhalda verðstöðug­leika und­an­far­in miss­eri. Þá hafi einnig tek­ist að byggja upp mynd­ar­leg­an gjald­eyr­is­vara­forða sem gefi færi á að tryggja frek­ari stöðug­leika til framtíðar. Seg­ir hann að spyrja mætti sig hvað hefði gerst ef vext­ir hefðu verið lækkaðir fyr­ir ári síðan. Það hefði t.d. getað haft tals­verð áhrif á eigna­verð og þar af leiðandi ýtt und­ir frek­ari hækk­un hús­næðis.

Hann tek­ur þó fram að þau hjá grein­ing­ar­deild­inni séu ánægð með þetta skref núna og þá breyt­ingu í tón pen­inga­stefnu­nefnd­ar um að vext­ir í framtíðinni geti bæði lækkað og hækkað, en áður hafði verið nokkuð nei­kvæður tónn sem menn túlkuðu frek­ar til vaxta­hækk­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka