Bakslag komið í bankasölu

Kaupþing á 87% hlut í Arion banka.
Kaupþing á 87% hlut í Arion banka. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Viðræður Kaupþings og hóps lífeyrissjóða um möguleg kaup hinna síðarnefndu á umtalsverðum hlut í Arion banka kunna að hafa runnið út í sandinn samhliða því að nýir stjórnendur komu að borðinu hjá Kaupþingi.

Þannig eru engar viðræður milli aðila í farvatninu þrátt fyrir að formleg samtöl um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að bankanum hafi hafist undir lok síðasta árs, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Samkvæmt samkomulagi sem Kaupþing gerði við ríkissjóð í tengslum við samþykkt nauðasamnings félagsins skuldbindur það sig til að selja hlutinn fyrir árslok 2018. Að öðrum kosti mun ríkissjóður leysa bankann til sín og eigendur Kaupþings um leið verða af verulegum upphæðum sem þeir fengju í sinn hlut við sölu á bankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK