Hekla og Ikea gera samning um uppsetningu hleðslustöðva

10 hleðslu­stöðvum fyr­ir raf­bíla hef­ur verið komið upp við versl­un …
10 hleðslu­stöðvum fyr­ir raf­bíla hef­ur verið komið upp við versl­un IKEA í Garðabæ.

Hekla hf. og Ikea hafa gert samn­ing um að setja upp 10 hleðslu­stöðvar fyr­ir raf­magns- og ten­gilt­vinn­bíla við versl­un Ikea í Garðabæ. Mark­miðið er gera viðskipta­vin­um kleift að blaða bíla sína á meðan þeir versla og draga þannig úr út­blæstri.

„Ikea hef­ur sett sér það mark­mið að vera í far­ar­broddi þegar kem­ur að um­hverf­is­vernd í sem víðust­um skiln­ingi þess orðs. Það er stefna fyr­ir­tæk­is­ins að gera al­menn­ingi kleift að lifa um­hverf­i­s­vænna lífi án þess að viðkom­andi þurfi að finn­ast hann vera að fara á mis við ein­hver gæði. Þetta á við um að draga úr raf­magns­notk­un, vatns­notk­un, hjálpa fólki með flokk­un og end­ur­vinnslu svo eitt­hvað sé nefnt,“ er haft eft­ir Þór­arni Ævars­syni, fram­kvæmda­stjóra Ikea, í til­kynn­ingu.

„Útblást­ur gróður­húsaloft­teg­unda vegna sam­gangna til og frá versl­un Ikea er liður sem við telj­um okk­ur geta haft áhrif á. Við erum þess full­viss að al­menn raf­bíla­væðing er hand­an við hornið og hún muni marka vatna­skil í sam­göng­um okk­ar allra,“ seg­ir hann.

„Hleðslu­stöðvarn­ar tíu eru fyr­ir bæði raf­magns- og ten­gilt­vinn­bíla og passa fyr­ir Mitsu­bis­hi-, Volkswagen- og Audi-bíla og við erum sann­færð um að viðskipta­vin­ir Ikea og Heklu kunni að meta þessa þjón­ustu,“ er haft eft­ir Friðberti Friðberts­syni, for­stjóra Heklu. „Hekla er leiðandi í sölu á raf­mangs- og ten­gilt­vinn­bíl­um og upp­setn­ing þess­ara stöðva er þátt­ur í þjón­ustu við þá sem velja um­hverf­i­s­væna sam­göngu­máta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK