Munar 2,3 milljörðum á árslaunum Lawrence og Johnsons

Johnson og Lawrence.
Johnson og Lawrence. Samsett mynd

Leik­ar­inn Dwayne John­son er á toppi lista tíma­rits­ins For­bes yfir hæst launuðu leik­ar­ana. John­son þénaði 64,5 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á síðasta ári, and­virði 7,5 millj­arða ís­lenskra króna. Tæp­um 2,3 millj­örðum mun­ar á árs­laun­um John­sons og hæst launuðu leik­kon­unn­ar, Jenni­fer Lawrence.

Tekj­ur John­sons, sem er iðulega þekkt­ur und­ir nafn­inu The Rock, rúm­lega tvö­földuðust milli ára og er það vegna hlut­verka hans í Fast and the Furi­ous mynd­un­um og stór­slysam­ynd­inni San Andreas.

John­son var í öðru sæti list­ans á síðasta ári en nú kom hann Robert Dow­ney Jr. úr topp­sæt­inu eft­ir þrjú ár þar í röð.

List­ar For­bes, sem sýna hæst launuðu karl- og kven­leik­ar­ana sýna vel launamun­inn á kynj­un­um í Hollywood. Tekj­ur Lawrence á síðasta ári voru aðeins 72% af tekj­um John­sons, sem er aðeins minna en meðallaunamun­ur­inn milli hvítra karla og kvenna í Banda­ríkj­un­um sem þéna meðallaun.

Átján leik­ar­ar á list­an­um þénuðu meira en 20 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða 2,3 millj­arða. Þar á meðal er Jackie Chan sem var í öðru sæti með 61 millj­ón banda­ríkja­dala í árs­tekj­ur. Þá var Matt Damon í þriðja sæti með 55 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Tom Cruise var í fjórða sæti og Johnny Depp í því fimmta.

Lawrence verm­ir sjötta sætið en hún þénaði 46 millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða um 5,4 millj­arða á síðasta ári. Hún var ofar á list­an­um en karl­stjörn­urn­ar Ben Aff­leck og Vin Diesel.

Lawrence tjáði sig á síðasta ári um launamun kynj­anna og órétt­lætið sem fylg­ir því að fá lægri laun en „heppið fólk með typpi“. Tjáði Lawrence sig eft­ir að það sást hversu lægri laun Lawrence fékk en karlmeðleik­ar­ar henn­ar í mynd­inni American Hustle, en það kom í ljós í kjöl­far árás­ar tölvu­hakk­ara á kvik­mynda­fram­leiðand­ann Sony.

Sú kona á list­an­um sem er með næst­hæst laun er Mel­issa McCart­hy með 33 millj­ón­ir banda­ríkja­dali í tekj­ur á síðasta ári.

List­inn gef­ur líka til kynna að eldri kon­um sé mis­munað þegar kem­ur að laun­um. 95% launa­hæstu karl­anna á list­an­um eru eldri en 40 ára en helm­ing­ur kvenn­anna.

Um­fjöll­un The Guar­di­an í heild. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK