Yfirlæknir gagnrýnir bónusa Kaupþings

Kaupþing.
Kaupþing. mbl.is/Ómar

Ásgeir Har­alds­son, pró­fess­or í barna­lækn­ing­um og yf­ir­lækn­ir á Barna­spítala Hrings­ins, setti ný­lega inn færslu á Face­book þar sem hann gagn­rýn­ir fregn­ir um að tutt­ugu manna hóp­ur hjá eign­ar­halds­fé­lagi Kaupþings gæti fengið út­hlutað sam­tals tæp­lega 1,5 millj­arða króna í bón­us.

Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 millj­arða í bón­us­greiðslur

Ásgeir seg­ir bónus­ana álíka háa og laun allra starfs­manna spít­al­ans á einu ári. 

„Ég set hana inn af því að mér finnst þetta svo hróp­legt mis­ræmi. Hér vinna 200 manns mikið starf, bera mikla ábyrgð og leggja sig hart fram en eng­um dett­ur í hug að fara fram á ein­hverja bónusa, hvað þá hundruð millj­óna,“ seg­ir Ásgeir, spurður út færsl­una.

„Ég held að það sé ekki síður í heil­brigðis­geir­an­um og mennta­geir­an­um sem er ástæða til að greiða bónusa frek­ar en í fjár­mála­geir­an­um.“

Kom þessi frétt um bónus­ana þér á óvart? „Nei, þetta lá kannski í loft­inu en þetta er sorg­legt.“

Ásgeir Haraldsson.
Ásgeir Har­alds­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK