Vill skýrari umgjörð um bónusgreiðslur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag vera opinn fyrir umræðu um það með hvaða hætti ætti að búa um bónusgreiðslur eins og í tilfelli eignarhaldsfélags Kaupþings þar sem miðað væri við árangur í rekstri eða annað slíkt. Hins vegar teldi hann afskaplega erfitt að taka á málinu á grundvelli einstaks fyrirtækis og það jafnvel áður en endanleg ákvörðun hefði verið tekin. Bjarni brást þar við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar.

Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 milljarða í bónusgreiðslur

Helgi ræddi um viðbrögð við málinu og spurði hvort Bjarni hefði í hyggju að beita valdi sínu í þessum efnum, kalla fyrir sig forsvarsmenn Kaupþings eða tryggja að svona lagað gerðist ekki. Bjarni benti á að hann hefði á sínum tíma lagt fram frumvarp sem tekið hefði sérstaklega á bónusgreiðslum fjármálafyrirtækja í kjölfar umræðu um þær. Kaupþing starfaði hins vegar ekki á grundvelli starfsleysis sem fjármálafyrirtæki heldur eins og hvert annað fyrirtæki.

Bjarni lýsti sig reiðubúinn til þess að taka þátt í umræðu um það hvort hægt væri með einhverjum hætti að setja skýrari umgjörð um bónusgreiðslur. Benti hann ennfremur á að í umræðum um reglur um bónusgreiðslur í fjármálafyrirtækjum hefði hann vakið máls á því að enginn hefði hins vegar séð þörfina á slíkum reglum fyrir aðra atvinnustarfsemi. Helgi ítrekaði þá skoðun sína að Bjarni ætti til að mynda að kalla forsvarsmenn Kaupþings á teppið.

Frétt mbl.is: Bónusarnir „lykta af sjálftöku“

Bjarni sagðist telja að hann hefði komið sínum sjónarmiðum ágætlega á framfæri í síðustu viku þegar hann sagði að umræddir bónusar hjá Kaupþingi lyktuðu af sjálftöku. Sagði hann Helga ekki hafa lagt neinar lausnir til í þessum efnum aðrar en að kalla menn á teppið. Hann gæti rétt eins og Bjarni lagt fram lagafrumvarp í þessum efnum en ekki gert það. Því væri ekki einu sinni haldið fram að Bjarni hefði einhverjar valdheimildir í þessum efnum. 

Minnti Bjarni á að greiðslur sem þessar væru skattlagðar sem launagreiðslur og ítrekaði ennfremur síðan vilja sinn til þess að taka þátt í umræðu um það með hvaða hætti mætti setja skýrari umgjörð um bónusgreiðslur hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka