Vill skýrari umgjörð um bónusgreiðslur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagðist á Alþingi í dag vera op­inn fyr­ir umræðu um það með hvaða hætti ætti að búa um bón­us­greiðslur eins og í til­felli eign­ar­halds­fé­lags Kaupþings þar sem miðað væri við ár­ang­ur í rekstri eða annað slíkt. Hins veg­ar teldi hann af­skap­lega erfitt að taka á mál­inu á grund­velli ein­staks fyr­ir­tæk­is og það jafn­vel áður en end­an­leg ákvörðun hefði verið tek­in. Bjarni brást þar við fyr­ir­spurn frá Helga Hjörv­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 millj­arða í bón­us­greiðslur

Helgi ræddi um viðbrögð við mál­inu og spurði hvort Bjarni hefði í hyggju að beita valdi sínu í þess­um efn­um, kalla fyr­ir sig for­svars­menn Kaupþings eða tryggja að svona lagað gerðist ekki. Bjarni benti á að hann hefði á sín­um tíma lagt fram frum­varp sem tekið hefði sér­stak­lega á bón­us­greiðslum fjár­mála­fyr­ir­tækja í kjöl­far umræðu um þær. Kaupþing starfaði hins veg­ar ekki á grund­velli starfs­leys­is sem fjár­mála­fyr­ir­tæki held­ur eins og hvert annað fyr­ir­tæki.

Bjarni lýsti sig reiðubú­inn til þess að taka þátt í umræðu um það hvort hægt væri með ein­hverj­um hætti að setja skýr­ari um­gjörð um bón­us­greiðslur. Benti hann enn­frem­ur á að í umræðum um regl­ur um bón­us­greiðslur í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um hefði hann vakið máls á því að eng­inn hefði hins veg­ar séð þörf­ina á slík­um regl­um fyr­ir aðra at­vinnu­starf­semi. Helgi ít­rekaði þá skoðun sína að Bjarni ætti til að mynda að kalla for­svars­menn Kaupþings á teppið.

Frétt mbl.is: Bónus­arn­ir „lykta af sjálf­töku“

Bjarni sagðist telja að hann hefði komið sín­um sjón­ar­miðum ágæt­lega á fram­færi í síðustu viku þegar hann sagði að um­rædd­ir bónus­ar hjá Kaupþingi lyktuðu af sjálf­töku. Sagði hann Helga ekki hafa lagt nein­ar lausn­ir til í þess­um efn­um aðrar en að kalla menn á teppið. Hann gæti rétt eins og Bjarni lagt fram laga­frum­varp í þess­um efn­um en ekki gert það. Því væri ekki einu sinni haldið fram að Bjarni hefði ein­hverj­ar vald­heim­ild­ir í þess­um efn­um. 

Minnti Bjarni á að greiðslur sem þess­ar væru skattlagðar sem launa­greiðslur og ít­rekaði enn­frem­ur síðan vilja sinn til þess að taka þátt í umræðu um það með hvaða hætti mætti setja skýr­ari um­gjörð um bón­us­greiðslur hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK