Apple þarf að greiða 13 milljarða evra

AFP

Banda­ríski tölvur­is­inn Apple þarf að greiða 13 millj­arða evra, 1.707 millj­arða króna, aft­ur­virkt í skatta á Írlandi sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sam­keppn­is­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur frá ár­inu 2014 rann­sakað skatta­mál Apple á Írlandi og er þetta hæsta skatta­sekt sem dæmd hef­ur verið í Evr­ópu. Það er niðurstaða fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að skattaí­viln­an­ir sem írsk yf­ir­völd hafa veitt Apple séu ólög­leg­ar. Rann­sókn­in á Apple er ein af mörg­um sem fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur látið gera á skatta­mál­um banda­rískra fyr­ir­tækja inn­an ESB og hef­ur þetta vakið reiði meðal banda­rískra stjórn­valda.

AFP

Írsk stjórn­völd ætla að áfrýja niður­stöðunni en það er niðurstaða sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að skattaí­viln­an­ir sem írska ríkið hef­ur veitt fyr­ir­tækj­um brjóti gegn lög­um sem gilda um rík­isaðstoð inn­an ESB. Því sam­kvæmt sam­komu­lagi írskra skatta­yf­ir­valda og Apple þá þurfti banda­ríska stór­fyr­ir­tækið að greiða um­tals­vert lægri skatta en önn­ur fyr­ir­tæki. Írska rík­inu er gert í niður­stöðu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar að end­ur­heimta þetta fé úr fór­um Apple.

Mar­gret­he Vesta­ger sem fer með sam­keppn­is­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB, seg­ir að sú sérmeðferð sem Apple hef­ur fengið í Írlandi þýði að fyr­ir­tækið hafi greitt rúm­lega 1% af tekj­um sín­um í Evr­ópu í skatt árið 2003 og árið 2014 hafi hlut­fallið verið 0,005%.

Þetta hafi gert það að verk­um að Apple hafi kom­ist hjá því að greiða skatta af fram­leiðslu sinni á öll­um mörkuðum fyr­ir­tæk­is­ins inn­an ESB.

Írar hafa um ára­bil reynt að laða til sín banda­rísk alþjóðafyr­ir­tæki með því að bjóða þeim ótrú­leg­ar skattaí­viln­an­ir, samn­inga sem nefnd­ir eru „swe­atheart deals“ á ensku.

Fjár­málaráðherra Írlands, Michael Noon­an,mót­mæl­ir þess­ari niður­stöðu ESB harðlega og seg­ir að írska ríkið eigi ekki ann­ars kost en að áfrýja. Noon­an seg­ir að hann muni óska eft­ir því í rík­is­stjórn Írlands að fá heim­ild til þess að fara með málið fyr­ir Evr­ópu­dóm­stól­inn.

Apple hef­ur verið með starfs­stöð í Cork síðan árið 1980 og eru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins fimm þúsund tals­ins á Írlandi. Í gegn­um þessa starfs­stöð fara fram viðskipti Apple í Evr­ópu og með því hef­ur fyr­ir­tækið kom­ist hjá því að greiða millj­arða evra í tekju­skatt fyr­ir­tækja.

Apple mun einnig áfrýja niður­stöðunni og seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu að ákvörðun ESB komi til með að hafa slæm áhrif á at­vinnu­mál og fjár­fest­ing­ar í Evr­ópu.

„Við mun­um áfrýja og við erum sann­færð um að ákvörðun­inni verður snúið við,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Apple. 

Frétt mbl.is: Úrsk­urður í Apple skatta­mál­inu á morg­un

Apple
Apple AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK