LBI samþykkti kaupauka

Landsbanki Íslands var í Austurstræti þar sem Landsbankinn er nú.
Landsbanki Íslands var í Austurstræti þar sem Landsbankinn er nú. mbl.is/Brynjar Gauti

Áætl­un um greiðslur kaupauka til stjórn­ar og lyk­il­starfs­manna eign­ar­halds­fé­lags­ins LBI ehf., sem held­ur utan um eign­ir gamla Lands­bank­ans, var samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða á aðal­fundi fé­lags­ins í vor, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins.

Páll Bene­dikts­son, upp­lýs­inga­full­trúi fé­lags­ins, seg­ir að eng­ir kaupauk­ar hafi enn verið greidd­ir út. „Samþykkt var þessi áætl­un um að ef og þegar ákveðinn ár­ang­ur næðist í því að afla verðmæta fyr­ir eign­irn­ar yrðu þess­ir kaupauk­ar greidd­ir í hlut­falli við það,“ seg­ir Páll.

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um hversu háir þess­ir kaupauk­ar LBI ættu að vera. Á aðal­fundi Kaupþings, sem hald­inn verður í dag, verður lögð fram til­laga um kaupauka til starfs­manna, sam­tals að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK