Milljarðar í kaupaukagreiðslur

Tek­in verður end­an­leg ákvörðun um það hvort tutt­ugu starfs­menn eign­ar­halds­fé­lags Kaupþings fái greidda kaupauka upp á tæp­lega 1,5 millj­arða króna sam­an­lagt á aðal­fundi fé­lags­ins sem fram fer á Hilt­on Nordica í Reykja­vík í dag en til­laga þess efn­is verður lögð fram á fund­in­um.

Að miklu leyti er um að ræða sömu starfs­menn og þegar hafa fengið greidda tugi millj­óna króna í kaupauka vegna nauðasamn­inga Kaupþings um síðustu ára­mót. Starfs­menn­irn­ir eiga í vænd­um enn frek­ari greiðslur tak­ist að há­marka virði óseldra eigna fé­lags­ins og þar með end­ur­heimt­ur. Í sum­um til­fell­um geta starfs­menn fengið um og yfir 100 millj­ón­ir króna.

Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 millj­arða í bón­us­greiðslur

Líkt og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag var samþykkt áætl­un um kaupauka til stjórn­ar og lyk­il­starfs­manna eign­ar­halds­fé­lags­ins LBI ehf. á aðal­fundi þess í vor en fé­lagið held­ur utan um eign­ir gamla Lands­bank­ans. Áætl­un­in var samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða.

Haft er eft­ir Páli Bene­dikts­syni, upp­lýs­inga­full­trúa LBI ehf., að áætl­un­in geri ráð fyr­ir að kaupauk­ar verði greidd­ir út í hlut­falli við þann ár­ang­ur sem næðist í að afla verðmæta fyr­ir eign­ir fé­lags­ins. Eng­ir kaupauk­ar hefðu hins veg­ar verið greidd­ir út enn sem komið er.

Frétt mbl.is: LBI samþykkti kaupauka

Fram kem­ur í um­fjöll­un um málið í DV í dag að kaupauka­kerfi LBI ehf. snúi að þrem­ur stjórn­ar­mönn­um fé­lags­ins og fram­kvæmda­stjóra þess. Opnað sé á að um­rædd­ir ein­stak­ling­ar geti fengið sam­an­lagt mörg hundruð millj­ón­ir króna í kaupauka á kom­andi árum.

Enn­frem­ur kem­ur fram að gangi þær for­send­ur eft­ir sem kaupauka­kerfið bygg­ist á um há­mörk­un á virði eigna gætu heild­ar­greiðslur til þess­ara fjög­urra æðstu stjórn­enda eign­ar­halds­fé­lags­ins hæg­lega hlaupið sam­an­lagt á millj­örðum króna.

Frétt mbl.is: Telja bón­us­greiðslur óá­sætt­an­leg­ar

Fyr­ir­hugaðir kaupauk­ar hafa verið harðlega gagn­rýnd­ir. Meðal ann­ars af BSRB. Fram kom í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu í kjöl­far frétta af fyr­ir­huguðum kaupauka­greiðslum Kaupþings að þær væru óá­sætt­an­leg­ar og ættu ekki við í ís­lensku sam­fé­lagi.

Ásgeir Har­alds­son, yf­ir­lækn­ir á Barna­spítala Hrings­ins, benti einnig á að all­ir starfs­menn spít­al­ans, um 200 manns, hefðu sam­an­lagt á ári um 1,6 millj­arða króna í laun. Þeir bæru mikla ábyrgð en eng­inn færi fram á kaupauka. Hvað þá upp á hundruð millj­óna.

Frétt mbl.is: Yf­ir­lækn­ir gagn­rýn­ir bónusa Kaupþings

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK