Fleiri mál ESB gegn bandarískum risum

Ákvörðun Evrópusambandsins um að láta bandaríska tölvurisann Apple endurgreiða 13 milljarða evra, eða yfir 1.700 milljarða króna, afturvirkt í skatta á Írlandi  hefur að vonum vakið mikla athygli.

Frétt mbl.is: Apple þarf að greiða 13 milljarða evra

Þetta er þó langt í frá í fyrsta sinn sem ESB rannsakar starfsemi bandarískra stórfyrirtækja í Evrópu þegar kemur að samkeppnismálum.

Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppniseftirlits ESB.
Margrethe Vestager, yfirmaður samkeppniseftirlits ESB. AFP

Starbucks

Í október 2015 gerði ESB kaffihúsakeðjunni Starbucks að endurgreiða Hollandi 30 milljónir evra afturvirkt í skatta.

Húsnæði Apple í Cork á Írlandi.
Húsnæði Apple í Cork á Írlandi. AFP

McDonald´s

ESB hóf formlega rannsókn í desember í fyrra á skattasamningum á milli hamborgarakeðjunnar McDonald´s og stjórnvöldum í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að verkalýðsfélög í Lúxemborg og góðgerðarsamtökin War on Want sökuðu McDonald´s um að hafa komist hjá því að borga um einn milljarð evra í skatta á árunum 2009 til 2013 með því að færa hagnað frá einni deild fyrirtækisins til annarrar.

AFP

Amazon

Rannsókn er hafin hjá ESB á skattafyrirkomulagi bóksölurisans Amazon vegna skattasamninga sem voru gerðir í Lúxemborg.

Í júní 2015 hófst einnig formleg rannsókn á rafbókasölu fyrirtækisins, sem er með höfustöðvar í Seattle í Bandaríkjunum.

AFP

Google

Evrópusambandið er með nokkrar rannsóknir í gangi gegn tölvurisanum Google. Í fyrra  ákærði ESB Google formlega fyrir að misnota ráðandi stöðu leitarvélar sinnar í Evrópu. Niðurstaða í málinu gæti komið síðar á þessu ári.

Í apríl hófst rannsókn á því hvort Google hafi veitt Android-smáforritum sínum ólöglegt forskot í samningum sínum við farsímaframleiðendur á borð við Samsung og Huawei.

Í júlí síðastliðnum sakaði ESB Google um að hafa komið í veg fyrir að sumar vefsíður sínar sýndu auglýsingar frá samkeppnisaðilum sínum.

Í þessum málum á Google yfir höfði sér sekt sem nemur 10% af heildarsölu fyrirtækisins á einu ári á heimsvísu.

AFP

Microsoft

Í sögulegu máli frá því í mars 2013 sektaði framkvæmdastjórn ESB tölvurisann Microsoft um 561 milljón evra fyrir að gefa viðskiptavinum sínum ekki kost á að velja um netvafra fyrir Windows 7, eins og fyrirtækið hafði lofað.

ESB sektaði fyrirtækið einnig um 899 milljónir evra árið 2008, sem síðar var lækkað í 860 milljónir evra, fyrir að deila ekki vöruupplýsingum með samkeppnisaðilum sínum svo að hægt væri að nota þeirra hugbúnað með Windows.

Fjórum árum áður hafði Microsoft verið sektað um 497 milljónir evra fyrir að brjóta samkeppnisreglur ESB.

AFP

Intel

Tæknifyrirtækið Inter var árið 2009 sektað um 1,06 milljarða evra af ESB. Það var sakað um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að klekkja á helsta keppninaut sínum AMD.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK