Hagnaður Samherja 13,9 milljarðar

Frá vinnslu Samherja á Dalvík.
Frá vinnslu Samherja á Dalvík. Ljósmynd/Samherji

Hagnaður Samherja rekstrarárið 2015 nam 13,9 milljörðum króna en Samherji greiddi samtals 4,3 milljarða króna til opinberra aðila á Íslandi vegna rekstrarins. Tekjuskattur starfsmanna nam að auki 2,2 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja.

Þar segir að rúmur helmingur starfsemi Samherjasamstæðunnar sé erlendis, en Samherji og dótturfélög eru með rekstur í 12 löndum og samstæðan gerð upp í átta myntum.

Skuldbindingar vegna fjárfestinga sem stofnað var til árið 2015 nema 30 milljörðum króna.

„Rekstrartekjur samstæðu Samherja voru tæpir 84 milljarðar króna árið 2015. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 19,9 milljörðum króna, samanborið við 16,4 milljarða árið á undan. Afkoma af reglulegri starfsemi ársins 2015 var betri en árið á undan sem skýrist af góðri afkomu erlendrar starfsemi. Tekjur jukust á flestum sviðum, nettó fjármagnsgjöld án gengismunar voru mun lægri vegna minni skuldsetningar en á móti kom að gengismunur var óhagstæðari. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 17,4 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 13,9 milljarðar króna,“ segir m.a. í frétt á vef Samherja.

Hér má finna upplýsingar um afkomu Samherja og dótturfélaga árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK