Viðurkenning á góðri efnahagsstjórn

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir nýju lánshæfiseinkunn ríkissjóðs skýra viðurkenningu á því að góður árangur hafi náðst við stjórn efnahagsmála í kjölfar efnahagshrunsins og á undanförnum árum.

Frétt mbl.is: Mikil hækkun kom skemmtilega á óvart

Segir hann það vera mjög jákvætt og fagnaðarefni  að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs skuli  á ný vera komin í A-flokk, en síðast hafi lánshæfiseinkunnin verið í þeim flokki á árinu 2008. Hún sé til marks um að Ísland sé aftur komið í eðlilegt samband við alþjóðlega fjármálamarkaði. Síðustu aðgerðir við losun fjármagnshafta hafi tekist vel og áform um frekari losun hafta séu trúverðug.

Þá sé mikill þróttur í efnahagslífinu án þess að stöðugleika verðlags eða í fjármálum hafi verið raskað. Segir hann óvissuna sem ríkt hafi um losun hafta hafa minnkað jafnt og þétt en Arnór segir að hærri lánshæfiseinkunn muni auðvelda aðgang ríkissjóðs og fyrirtækja að erlendu lánsfé og stuðla að betri kjörum.

Á hinn bóginn sýni reynsla Íslands af fjármálaáfallinu að auðvelt sé að glata trausti ef ekki er gætt nægilegs aðhalds við stjórn peninga- og ríkisfjármála. Því sé vandasamt verk framundan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK