Fjarðaál greiddi 1,7 milljarða í skatta

Fjarðaál.
Fjarðaál. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjarðaál  greiddi í fyrra 1,7 milljarða króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi. Á sama ári runnu um 34 milljarðar króna af útflutningsverðmætum fyrirtækisins til þjóðarbúsins í formi skatta og opinberra gjalda, innkaupa á vöru og þjónustu, launa og samfélagsstyrkja.  Þetta kemur fram´i tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli vegna frétta undanfarna daga um meintar háar vaxtagreiðslur Fjarðaáls til móðurfélags síns og skattgreiðslur fyrirtækisins hér á landi.

„Fjárfesting Alcoa í Fjarðaáli var ein sú dýrasta sem um getur í Íslandssögunni en hún nam um 230 milljörðum króna. Það er eðli fjárfestingar af slíkri stærðargráðu að hagnaður af starfsemi fyrstu árin verður ekki mikill, ef nokkur, vegna mikilla afskrifta og hás fjármagnskostnaðar.

  • Í umræðunni undanfarið hefur verið gefið í skyn að Fjarðaál flytji fjármuni úr landi í formi okurvaxta af lánum frá móðurfélaginu. Þetta er fjarri sanni. Vextir Fjarðaáls af lánum Alcoa voru að meðaltali 0,92% árið 2014 og 2,41% í fyrra. Vaxtaprósentan er ekki ákveðin af Alcoa en greiddir eru millibankavextir auk álags sem reiknað er út af þriðja aðila (Deutsche Bank) af lánum frá móðurfélaginu.
  • Fjármögnun Fjarðaáls er alfarið í samræmi við þann samning sem gerður var á sínum tíma við ríkisstjórn Íslands, svokallaðan fjárfestingarsamning, sem var helsta forsenda þess að ráðist var í verkefnið hér á landi.
  • Fjárfestingarsamningurinn byggist á lögum sem samþykkt voru frá Alþingi. Samningurinn er opinber og öllum aðgengilegur. Innihald hans og framkvæmd ætti því ekki að koma neinum á óvart.
  • Í fjárfestingarsamningnum eru þær forsendur sem ríkisstjórn Íslands lagði á borðið fyrir Alcoa. Á þeim forsendum tók fyrirtækið ákvörðun um þá stóru fjárfestingu sem Fjarðaál er. Samningurinn er mikilvægur fyrir bæði fyrirtækið og íslenska ríkið því hann innrammar umhverfið um starfsemi Fjarðaáls sem hugsuð er til margra áratuga.
  • Fjarðaál hefur alla tíð starfað í samræmi við fjárfestingarsamninginn og almenn lög sem gilda í landinu. Það er því bæði dapurt og óeðlilegt að fyrirtækið skuli liggja undir ámæli fyrir að fara eftir ákvæðum þess samnings sem gerður var við það og samþykktur af Alþingi Íslendinga.
  • Sambærileg fyrirtæki hafa staðið í sömu sporum og Fjarðaál hvað varðar afkomu og greiðslu tekjuskatts á upphafsárum rekstrar síns. Þegar fjárfestingin er stór eru afskriftir og fjármagnskostnaður hár framan af. Þetta hefur áhrif á afkomuna og þar með tekjuskattinn. Bætt afkoma til lengri tíma skapar aðstæður til greiðslu tekjuskatts,“ segir tilkynningu sem Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls sendi á fjölmiðla í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka