Frekari uppbyggingar í útjaðri þörf

Er það mat Almars og SI að það sé skortur …
Er það mat Almars og SI að það sé skortur á byggingalóðum hér á landi. Benti Almar á að það séu sveitarfélögin sem hafa mikil áhrif á framboð og verð á lóðum og að það væri umhugsunarefni með hvaða hætti sveitarfélög ætla að tryggja eðlilegt framboð líða í markaðsdrifnu umhverfi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skortur er á byggingarlóðum hér á landi og það er einn stærsti þátturinn í hækkuðu lóðaverði að mati Samtaka iðnaðarins. Bæði er við einkaaðila og sveitarfélög að sakast en skyldur sveitarfélaganna eru aðrar og meiri. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SI, á málþinginu „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem haldið var af Íslenska byggingavettvanginum (ÍBVV) og velferðarráðuneytinu í dag.

Fór þar Almar yfir áhrif lóðaverðs og lóðaframboðs á íbúðamarkaðinn.

Í erindi Almars kom fram að undirliggjandi þörf á nýjum íbúðum á næstu árum sé 1.500 til 1.800 íbúðir á hverju ári. Það eru 6-7 íbúðir á dag alla virka daga ársins en frá árinu 1970 hefur að jafnaði verið hafin bygging á og lokið við tæplega 1.800 íbúðir hér á landi árlega. Hinsvegar er uppsöfnuð þörf sökum lítillar íbúðafjárfestinga síðustu ár er 2.500-3.000 íbúðir.

Þarf frekari uppbyggingu í útjaðri

Sagði Almar augljósar vísbendingar uppi um skort og spennu á markaðinum. Nefndi hann atriði eins og hækkandi húsnæðisverð, spennu á leigumarkaði, vandræði ungs fólks á fasteignamarkaði og fjölgun ferðamanna í því samhengi. Þá nefndi hann einnig aukinn kaupmátt og lægri vexti á lánum.

Að mati Almars þarf frekari uppbyggingu í útjaðri og sagði að þéttingarverkefni væru óhjákvæmilega á dýrari svæðum. Sagði hann að uppbygging í útjaðri byggðar hefði augljósa kosti, væri markmiðið að bjóða eins hagkvæmt húsnæði og kostur væri. Benti hann á að á undanförnum árum hefðu um 30-50% af framboði verið í útjaðri höfuðborgarsvæðisins en framundan væri enn meiri þétting á næstu árum að mati SI. Til að mynda væri nánast allt framboð í Reykjavík og Kópavogi á þéttingarreitum. Hinsvegar væri Hafnarfjörður og Mosfellsbær að miklu leyti í uppbyggingu í útjaðri en í heildina væri mikil þéttingaráhersla framundan.

Sagði Almar augljósar vísbendingar uppi um skort og spennu á …
Sagði Almar augljósar vísbendingar uppi um skort og spennu á markaðinum mbl.is/Styrmir Kári

Meira en að segja það að byggja

Er það mat Almars og SI að það sé skortur á byggingarlóðum hér á landi. Benti Almar á að það væru sveitarfélögin sem hefðu mikil áhrif á framboð og verð á lóðum og að það væri umhugsunarefni með hvaða hætti sveitarfélög ætluðu að tryggja eðlilegt framboð í markaðsdrifnu umhverfi.

Sýndi hann hversu kostnaðarsamt það væri fyrir þá sem byggðu íbúðahúsnæði vegna nýrrar gjaldtöku við nýbyggingar. Til viðbótar við lóðagjöld legðist margt annað á eins og t.d. úttektargjöld, veitugjöld, áfangaúttekt, öryggisúttekt og umfjöllunargjald.

Það væri því meira en að segja það að byggja en að mati SI hækkuðu þessi aukagjöld húsnæðisverð.

Undirliggjandi þörf á nýjum íbúðum á næstu árum sé 1500 …
Undirliggjandi þörf á nýjum íbúðum á næstu árum sé 1500 til 1800 íbúðir á hverju ári. Það eru 6-7 íbúðir á dag alla virka daga ársins Morgunblaðið/Ómar

Var það niðurstaða Almars að framboðshlið íbúðamarkaðar litaðist af sterkum þáttum. Til að mynda hefði verið byggt of lítið og væri uppsöfnuð þörf á húsnæði. Þá væri uppbyggingin meiri til þéttingar en í útjaðri sem byggi til þrýsting á mun hærra einingaverð. Jafnframt væri  byggingaferlið flókið og of margir flöskuhálsar innan þess að mati Almars.

Til þess að aðlaga framboð þörfinni þarf jafnt og stöðugt framboð, fjölbreyttar stærðir og meiri uppbyggingu í útjaðrinum til að mæta kröfum um hagkvæmari einingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka