Bláa Lónið hagnaðist um tvo milljarða

Fjöldi hluthafa í lok síðasta árs er 51 og fækkaði …
Fjöldi hluthafa í lok síðasta árs er 51 og fækkaði þeim um sjö á árinu. Ljósmynd/Ari Magg

Hagnaður af rekstri Bláa Lónsins hf. nam 15,8 milljónum evra eða rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna  á síðasta ári samkvæmt rekstrarreikningi. Það er aukning um 4,2 milljónir evra eða 540 milljónir króna milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði eða BEITDA nam 21,3 milljónum evra eða 39% af veltu.

Eigið fé í lok ársins nam 39,9 milljónum evra eða 52% af heildarfjármagni.

Í skýrslu stjórnar Bláa Lónsins hf. í ársreikningi kemur fram að framkvæmdum við byggingu hágæða hótels og spa við Bláa Lónið standi nú yfir og miði vel. Áætlað er að þeim ljúki á næsta ári.

Þar segir einnig að á árinu hafi hlutafé félagsins verið aukið um 80 milljónir króna og er því hlutafé félagsins 880,5 milljónir króna. Fjöldi hluthafa í lok síðasta árs er 51 og fækkaði þeim um sjö á árinu.

Stærstu hluthafar í félaginu í árslok eru Hvatning slhf. með 39,1%, HS Orka hf. með 30% og Keila hf. með 9,2%.

Dótturfélög Bláa Lónsins eru sex talsins, Blue Lagoon Clinic ehf., BLUE LAGOON international ehf., Blue Lagoon Travel ehf., Eldvörp ehf., Hótel Bláa Lónið ehf. og Íslenskar heilsulindir ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK