Bylting fyrir fólk með og undir meðaltekjum

Einum og hálfum milljarði kr. verður varið í stofnframlög ríkisins …
Einum og hálfum milljarði kr. verður varið í stofnframlög ríkisins vegna byggingar Leiguheimila á árinu 2016. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Reist verða allt að 2.300 svo­kölluð Leigu­heim­ili á næstu fjór­um árum í nýju al­mennu íbúðakerfi sem nú er verið að taka upp hér á landi og bygg­ir á danskri fyr­ir­mynd. Að þeim tíma lokn­um verður met­in þörf á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu fé­lags­legs leigu­hús­næðis.

Hús­næðis­sjálf­seign­ar­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og lögaðilar í eigu þeirra auk lögaðila sem upp­fylla skil­yrði til að fá fé­lags­leg leigu­íbúðalán Íbúðalána­sjóðs munu geta reist ódýr­ar leigu­íbúðir með 30% stofn­fram­lagi frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um og leigt þær út í lang­tíma­leigu á verði sem er 20-30% lægra en markaðsverð á leigu­markaðnum í dag.

45 fer­metr­ar á 100 þúsund

Íbúðalána­sjóður stóð fyr­ir kynn­ingu á stuðningi til bygg­ing­araðila Leigu­heim­ila á Grand hót­eli í morg­un. Í ávarpi Eygló­ar Harðardótt­ur fé­lags- og hús­næðismálaráðherra kom m.a. fram að stuðning­ur rík­is­ins verður 18% en sveit­ar­fé­laga 12% en með hon­um fylgja skil­yrði um að íbúðirn­ar skuli leigja út til fólks með meðal­tekj­ur og und­ir. Kerfið er ekki hluti af fé­lags­lega hús­næðis­kerf­inu en lægri mánaðargreiðslur munu gera íbú­um Leigu­heim­ila kleift að safna fyr­ir inn­borg­un á íbúð og einnig verða hag­stæður val­kost­ur fyr­ir fólk til langs tíma á leigu­markaði. Al­menna íbúðafé­lagið, sem stofnað er af ASÍ og BSRB, er á meðal þeirra sem hyggj­ast byggja Leigu­heim­ili í al­menna íbúðakerf­inu. Miðað við áætlað fer­metra­verð þá gæti 45 fm Leigu­heim­ili á veg­um ASÍ kostað um 100 þús. á mán. eða aðeins 69 þús. eft­ir greiðslu hús­næðis­bóta.

„Slíkt leigu­verð verður bylt­ing fyr­ir fólk með meðal­tekj­ur og und­ir á leigu­markaði,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar kem­ur jafn­framt fram að í Dan­mörku kall­ast þetta kerfi Al­mene boliger og er íbúðarfé­lög­um gert kleift að leigja dönsk­um al­menn­ingi hag­stætt hús­næði með stuðningi í formi niður­felldr­ar lóðarleigu og hag­stæðrar fjár­mögn­un­ar danska rík­is­ins. Þess­um nýja val­kosti á ís­lenska hús­næðismarkaðnum var komið á með laga­breyt­ing­um um al­menn­ar íbúðir sem fé­lags- og hús­næðismálaráðherra stóð fyr­ir og voru samþykkt­ar á Alþingi í vor. Í dag­legu tali munu íbúðirn­ar kall­ast Leigu­heim­ili. Íbúðalána­sjóður hef­ur um­sjón með af­greiðslu stofn­fram­laga rík­is­ins en miðað við þá fjár­muni sem þegar eru í rík­is­fjár­mála­áætl­un þá verða um 3.000 Leigu­heim­ili reist á næstu 5 árum.

Eygló á fundinum í morgun.
Eygló á fund­in­um í morg­un.

Ný tekju­mörk ár­lega

Til að geta sótt um Leigu­heim­ili mega tekj­ur vænt­an­legs leigu­taka ekki vera yfir meðal­tekj­um í tveim­ur lægstu tekjufimmt­ung­un­um en ekki má segja íbú­um upp leig­unni þó að tekj­ur heim­il­is­ins fari yfir há­markið síðar. Þetta get­ur því hentað vel þeim sem glíma við háan hús­næðis­kostnað og þurfa að kom­ast í ör­uggt hús­næði til að geta lagt til hliðar og safnað fyr­ir út­borg­un í íbúð. Tekju­mörk­in fyr­ir eintak­ling í Leigu­heim­ilis­kerf­inu eru í dag 395.750 kr. í mánaðar­tekj­ur en þegar um er að ræða hjón eða par í sam­búð eru mörk­in 554.083 kr. Fyr­ir hvert barn hækka mörk­in um 98.917 kr. á mánuði. Þannig eru tekju­mörk­in fyr­ir ein­stak­ling með tvö börn 593.583 kr. og fyr­ir hjón/​sam­búðarfólk með fjög­ur börn 949.750 kr. Ný tekju­mörk verða gef­in út ár­lega.

Ein­um og hálf­um millj­arði kr. verður varið í stofn­fram­lög rík­is­ins vegna bygg­ing­ar Leigu­heim­ila á ár­inu 2016. Íbúðalána­sjóður er þegar far­inn að fá um­sókn­ir frá sveit­ar­fé­lög­um og hús­næðis­sjálf­seign­ar­stofn­un­um en  fyrri um­sókn­ar­frest­ur árs­ins er til 15. októ­ber nk. og síðari frest­ur­inn er til og með 30. nóv­em­ber. Alls gætu því verið reist­ar íbúðir að verðmæti ríf­lega 8 millj­arða kr. með stuðningi þessa árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK