Hlutabréfin ekki lægri í tugi ára

Alls hafa bréf í Deutsche Bank lækkað um rúmlega 50% …
Alls hafa bréf í Deutsche Bank lækkað um rúmlega 50% í verði á árinu AFP

Hlutabréf í Deutsche Bank lækkuðu um 7,54% í gær eftir að fregnir bárust af því um helgina að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi útilokað að veita bankanum ríkisaðstoð.

Alls hafa bréf í bankanum lækkað um rúmlega 50% í verði á árinu og miklar áhyggjur eru uppi um framtíð bankans.

Tímaritið Focus greindi frá því um helgina að Merkel ætlaði ekki að skipta sér af deilu bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytið sem hefur krafið þýska bankann um 14 milljarða Bandaríkjadala í tengslum við rannsókn á verðbréfaútgáfu bankans.

Fyrri frétt mbl.is: Deutsche Bank lækkar um 8%

Stjórnendur bankans hafa jafnframt vísað því á bug að þeir hafi sóst eftir aðstoð kanslarans.

„Á engum tímapunkti hefur John Cryan (bankastjóri Deutsche Bank) beðið Merkel um að skipta sér af málinu,“ sagði í tilkynningu bankans. „Deutsche Bank er staðráðinn í því að standast áskoranir án aðstoðar.“

Þá sagði talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar Steffen Seibert engar umræður í gangi um ríkisaðstoð til bankans.

Í gær fóru bréfin niður í 10,55 evrur og hafa þau ekki verið lægri síðan á níunda áratugnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka