Mistökin „óheppileg“ að mati Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

mati Seðlabankans er það „óheppilegt að skekkjaverði við útreikning á vísitölu neysluverðs líkt og gerðist hjá Hagstofu Ísland og gerið það að verkum að taktur verðbólgu var vanmetinn undanfarna sex mánuði.

Frétt mbl.is: Hagstofan gerði afdrifarík mistök

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn fjölmiðla vegna málsins er það mat bankans að óheppilegt sé að „skekkja af þessu tagi verði við útreikning á vísitölu neysluverðs enda virðist nú sem verðbólga hafi ekki farið undir fráviksmörk verðbólgumarkmiðs í síðasta mánuði.“ Af þeim sökum hafi ekki verið þörf á að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar að því er fram kemur í svari SÍ.

Þar sem næsti fundur peningastefnunefndar er í næstu viku telur seðlabankastjóri ekki heppilegt að tjá sig frekar um áhrif skekkju í útreikningi vísitölu neysluverðs að svo stöddu. Nefndin mun á fundi sínum leggja mat á verðbólguhorfur miðað við hinar nýju tölur. Í kjölfarið verður haldinn fréttamannafundur þar sem mat nefndarinnar verður kynnt,“ segir jafnframt í svari Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK