Starfsfólk Borgunar fær launauppbót

Starfsfólk Borgunar fær 900 þúsund í launauppbót.
Starfsfólk Borgunar fær 900 þúsund í launauppbót. mbl.is/Júlíus

Stjórn Borgunar hefur ákveðið að allir starfsmenn fyrirtækisins fá greidda launauppbót sem nemur 900.000 kr á hvern starfsmann.  Vill Borgun með þessu að starfsmenn njóti þess vaxtar og viðgangs sem orðið hefur á rekstri fyrirtækisins síðustu misseri, sem er ekki síst mikilli og góðri vinnu starfsfólks að þakka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Segir þar að mikið álag hafi verið á starfsmönnum Borgunar um nokkurt skeið, enda fyrirtækið aukið verulega viðskipti sín á erlendum mörkuðum síðustu mánuði sem hefur skilað sér með margvíslegum hætti inn í rekstur fyrirtækisins. Telur stjórn Borgunar ánægjulegt að starfsfólk fyrirtækisins njóti þess með áðurnefndri launauppbót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK