Neytendastofa sektar Grillbúðina

Grillbúðin bauð grillin á lækkuðu verði í a.m.k. 9 vikur …
Grillbúðin bauð grillin á lækkuðu verði í a.m.k. 9 vikur en þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Mynd úr safni. mbl.is/Jim Smart

Neytendastofa hefur lagt 500.000 krónu stjórnvaldssekt á verslunina Grillbúðin fyrir að auglýsa grill á afmælistilboði lengur en heimilt er. Grillbúðin bauð grillin á lækkuðu verði í a.m.k. 9 vikur. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

„Auk þess að brjóta gegn reglum sem gilda um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, hefur Grillbúðin jafnframt brotið gegn eldri ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2012. Þótti Neytendastofu af þessu tilefni nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið,“ segir á vefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK