„Reyndu að fá til þín iðnaðarmann“

,Fjárstreymistækinu fylgja hliðarverkanir. Þetta eru inngrip í markaði og oftast …
,Fjárstreymistækinu fylgja hliðarverkanir. Þetta eru inngrip í markaði og oftast eru þau óæskileg,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rang­ir út­reikn­ing­ar Hag­stof­unn­ar á vísi­tölu neyslu­verðs höfðu sára­lít­il áhrif á ákv­arðanir pen­inga­stefnu­nefnd­ar um stýri­vexti síðustu mánuði. Hag­stof­an þarf þó að skoða vel hvað fór úr­skeiðis við mat á vísi­tölu neyslu­verðs.

Þetta seg­ir Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Aðspurður seg­ir hann Seðlabank­ann ekki hafa íhugað ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að ákv­arðanir nefnd­ar­inn­ar séu byggðar á röngu mati Hag­stof­unn­ar.

„Auðvitað var þetta mjög óheppi­legt, og ég vona nátt­úru­lega að Hag­stof­an skoði þetta mjög vel, og ég veit hún mun gera það.“

Frétt mbl.is: Um mann­leg mis­tök að ræða

„Ég veit ekki hvort stjórn­völd þurfi að hafa í huga mik­il­vægi þess að Hag­stof­an hafi þau tól, tæki og mann­skap sem þarf til að sinna sínu þýðing­ar­mikla starfi, vegna þess að við byggj­um á talna­grunni henn­ar og það er mjög mik­il­vægt að hann sé eins rétt­ur og mögu­legt er.“

Man ekki eft­ir eins stöðu á sín­um ferli

Þá seg­ir Már að matið hafi vart haft telj­andi áhrif á ákv­arðanir nefnd­ar­inn­ar.

„Síðasta ákvörðun okk­ar, í ág­úst, er tek­in áður en mesta skekkj­an kem­ur fram, í ág­úst­mæl­ing­un­um,“ seg­ir Már og bæt­ir við að þegar nefnd­in taki ákv­arðanir sín­ar, þá horfi hún ekki endi­lega á verðbólg­una eins og hún er á þeim tíma.

„Það sem meira máli skipt­ir er að gengi krón­unn­ar hafði verið að styrkj­ast og lík­ur voru á að á því yrði fram­hald, eins og nú er komið í ljós. Og svo hitt, sem skipti auðvitað sköp­um, að verðbólgu­vænt­ing­ar á nán­ast alla mæli­kv­arða voru orðnar í sam­ræmi við verðbólgu­mark­miðið.

Það er það sem þetta geng­ur allt út á, að halda verðbólgu­vænt­ing­um þar, svo ákv­arðanir á vinnu­markaði geti miðast við að verðbólg­an verði 2,5 pró­sent. Við reyn­um að efna það lof­orð, þrátt fyr­ir að auðvitað verði sveifl­ur í verðbólgu til skamms tíma. Þetta er það sem markaður­inn er að vænta og er því mjög mik­il­vægt. Ég man ekki eft­ir þess­ari stöðu, á öll­um mín­um ferli.“

Byggingakranar við Urriðaholt. Líkur eru á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum, …
Bygg­ingakr­an­ar við Urriðaholt. Lík­ur eru á vax­andi spennu í þjóðarbú­skapn­um, seg­ir Már. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Sjáðu hvernig það geng­ur“

Í kynn­ingu sinni á ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar sagði Már meðal ann­ars að lík­ur væru á vax­andi spennu í þjóðarbú­skapn­um. Spurður hvað leik­menn geti ráðið úr þessu svar­ar hann því til, að vart sé til meira vinnu­afl í land­inu.

„Meiri um­svif kalla því annað hvort á launa­skrið og spennu, eða þá að flutt verður inn vinnu­afl. Síðan sjá­um við á eigna­mörkuðum, sér­stak­lega fast­eigna­markaði, að þar rík­ir nokk­ur spenna. Verð á fast­eign­um hef­ur hækkað veru­lega og það má ekki gleyma því að leiðrétt­ing­in hjá Hag­stof­unni er ein­mitt þar, í hús­næðisliðnum, sem er þá núna kom­inn í árstakt í tveggja stafa tölu.

Og svo er það þetta sem all­ir sjá. Bygg­ingakr­an­ar úti um allt. Verð í verk­töku að hækka. Reyndu að fá til þín iðnaðarmann og sjáðu hvernig það geng­ur.“

Verður styrk­ing eft­ir los­un hafta?

Verðbólga mæl­ist nú 1,8 stig en Már seg­ist bú­ast við því að hún muni áfram leita upp á við.

„Við vor­um búin að spá því að verðbólg­an myndi skríða upp í mark­miðið, í rás árs­ins, en þar erum við ekki kom­in enn. Þá á enn eft­ir að koma í ljós hvort, eða hversu mikið, fram­hald verði á styrk­ingu krón­unn­ar eft­ir að við stíg­um þessi stóru skref í los­un haft­anna.

Við eig­um eft­ir að sjá hvernig því vind­ur fram og það get­ur haft tölu­verð áhrif á verðbólg­una, til skemmri og miðlungs­langs tíma. Til langs tíma á pen­inga­stefn­an auðvitað að geta látið verðbólg­una vera í 2,5 pró­sent­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK