Kaupir Korputorgið

Verslunarkjarninn Korputorg, að Blikastaðavegi, var tekinn í notkun 2008.
Verslunarkjarninn Korputorg, að Blikastaðavegi, var tekinn í notkun 2008. mbl.is/Styrmir Kári

Mikl­ar breyt­ing­ar munu verða á þeirri starf­semi sem Korpu­torg hýs­ir þar sem móður­fé­lag inn­flutn­ings- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Íslensk-Am­er­íska (Ísam) hef­ur fest kaup á hús­næðinu og hygg­ur á að flytja alla starf­semi Ísam í það á kom­andi árum.

Um er að ræða eitt stærsta at­vinnu­hús­næði lands­ins og er það 45.550 fer­metr­ar að stærð. Til sam­an­b­urðar er Smáralind­in ríf­lega 62 þúsund fer­metr­ar.

Í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Ísam, að mik­il tæki­færi fel­ist í því að koma starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins und­ir eitt þak en í dag eru rekstr­arein­ing­ar þess á mörg­um mis­mun­andi stöðum í borg­inni. Má þar meðal ann­ars nefna skrif­stof­ur fyr­ir­tæk­is­ins og kex­verk­smiðjuna Frón að Tungu­hálsi, Myll­una í Skeif­unni, niðursuðuverk­smiðjuna Ora að Vest­ur­vör í Kópa­vogi og Fast­us sem er í Síðumúla.

 Selj­andi hús­næðis­ins er SMI ehf. sem er að 99% hluta í eigu The Cala­bry Trust en 1% er í eigu Ják­ups Na­po­leon Purk­hús, stofn­anda Rúm­fa­tala­gers­ins. Kaup­verðið er trúnaðar­mál.

Frá því var greint í Morg­un­blaðinu árið 2014 að fjár­fest­inga­fé­lagið Krist­inn, sem er í eigu Guðbjarg­ar Matth­ías­dótt­ur og fjöl­skyldu, hefði fest kaup á öllu hluta­fé ÍSAM. Selj­end­ur voru fjöl­skylda Berts Han­son en hann stofnaði fé­lagið 1964 eft­ir að hafa flutt til Íslands frá Banda­ríkj­un­um ásamt konu sinni Ragn­heiði Jón­as­dótt­ur.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka