Jóhann Ólafsson 100 ára

Jóhann J. Ólafsson tók við rekstrinum þegar faðir hans lést …
Jóhann J. Ólafsson tók við rekstrinum þegar faðir hans lést árið 1963. Aðsend mynd

Fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co. heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. Fyrirtækið var stofnað af Jóhanni Ólafssyni 14. október árið 1916 og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. Jóhann var forstjóri allt til dauðadags árið 1963 en þá tók sonur hans, Jóhann J. Ólafsson við rekstrinum. Í dag situr barnabarn Jóhanns við stjórnvölinn, Jón Árni Jóhannsson. Fyrirtækið haslaði sér strax völl á sviði innflutnings, heildsöludreifingar og smásölu. Fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi sem hóf bein viðskipti við Japan á árinu 1931.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
 
Þar segir að á þessum 100 árum hafi fyrirtækið kynnt fjölda heimsþekktra vörumerkja fyrir Íslendingum líkt og General Motors, Good Year, Dunlop, Du Pont, Gillette, OSRAM, Villeroy & Boch, Zanussi, WMF, Yale og Black & Decker. Fyrirtækið hefur selt vörur OSRAM á Íslandi frá 1948. Félagið rak einnig um árabil verslunina Vileroy & Boch. Enn fremur hefur fyrirtækið komið við sögu prentiðnaðarins á Íslandi og var fyrst til að kynna ljósnæmar prentplötur. Hvítlist hefur verið í meirihlutaeigu félagsins frá árinu 2000 en það sérhæfir sig í að þjónusta prentiðnaðinn.

Frá árinu 2009 hefur Jóhann Ólafsson & Co. lagt megináherslu á vörur og lausnir tengdum ljósum og lýsingu. Fyrirtækið er núna leiðandi aðili í sölu og þjónustu á lýsingarbúnaði frá OSRAM, SITECO, Traxon, Danlamp, Bailey og fleiri aðilum.
 
„Það er ánægjulegt að fagna svona stórum tímamótum í rekstri félagsins. Félagið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og hefur verið farsælt þar sem það hefur mótast með breytingum í samfélaginu á þessum 100 árum sem það hefur verið starfrækt. Ég lít björtum augum til framtíðarinnar og hlakka til að hefja 101. rekstrarár fyrirtækisins,“ er haft eftir Jóni Árna Jóhannssyni framkvæmdastjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK