Íbúðafjárfesting hefur ekki náð sér á strik eftir efnahagshrunið 2008 en hún nam um 2,6% af vergri landsframleiðslu á árunum 2009 til 2016.
Þetta er vel undir meðaltali áranna 1997 til 2003 er hún nam 4% og skaust svo upp að 5,8% á góðærisárunum 2004 til 2008. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Capacent um húsnæðismarkaðinn í Reykjavík sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.
Hið litla framboð hefur leitt til hækkana á fasteignaverði svo að í dag er kaupverð á íbúð í fjölbýli mun hærra en sem nemur byggingarkostnaði.