Dýrt að kaupa íbúð númer tvö

Kostnaður við fyrstu íbúð er nokkuð viðráðanlegur, en ýmiss konar …
Kostnaður við fyrstu íbúð er nokkuð viðráðanlegur, en ýmiss konar gjöld og kostnaður við kaup á annarri íbúð geta verið vel á aðra milljón. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kostnaður við kaup á annarri fasteign er margfaldur miðað við þann kostnað sem hlýst af kaupum á fyrstu fasteign. Getur munurinn verið rúmlega sjöfaldur, en hann skýrist fyrst og fremst af því að þegar önnur fasteign er keypt er um leið seld fyrsta fasteignin. Af þeim sökum er alla jafna greidd söluþóknun til fasteignasala sem getur reynst nokkuð há.

Í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan íbúðamarkað eru tekin dæmi um kostnað við að kaupa sína fyrstu og aðra íbúð. Sést þar að kostnaðurinn við að fara í fyrstu íbúð sem kostar um 25 milljónir er um 160 þúsund krónur, en kostnaðurinn við að fara í aðra íbúð sem kostar um 45 milljónir er um 1,16 milljónir.

Segir í skýrslunni að það gleymist oft að fasteignaviðskiptum fylgi umtalsverður kostnaður. Dregið hafi úr honum undanfarin ár fyrir fyrstu kaupendur. Þar spili inn í að aðeins eru greidd hálf stimpilgjöld af kaupsamningi fyrir fyrstu kaupendur og svo hafa margir lánveitendur veitt afslátt og jafnvel fellt niður lántökugjöld vegna fyrstu kaupa. Jafnframt greiðast ekki lengur stimpilgjöld af veðlánum.

Þegar kemur að því að kaupa næstu íbúð, mögulega vegna þess að fjölskyldan er að stækka, verður kostnaðurinn aftur á móti talsvert meiri. Í dæmi Íslandsbanka er miðað við að fyrri eignin sé seld á 30 milljónir og ný keypt á 45 milljónir.

Úr skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn.
Úr skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Mynd/Íslandsbanki

Nú felst viðbótarkostnaðurinn aðallega í því að fasteignasalan tekur söluþóknun, sem algengt er að sé 2,25%. Þá fæst ekki lengur afsláttur af stimpilgjöldum af kaupsamningi né lántökugjaldi hjá bankastofnun.

Tekið skal fram að hér er um dæmi að ræða og þóknanir geta verið mismunandi milli bankastofnana og fasteignasala. Þá er í þessum dæmum ekki heldur tekið mið af kostnaði vegna flutninganna sjálfra, viðhaldsvinnu sem oft er ráðist í við flutninga og svo framvegis.

Úr skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn.
Úr skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Mynd/Íslandsbanki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK