„Við vitum að þau eru góð“

Við tökur á Lífi eftir dauðann.
Við tökur á Lífi eftir dauðann. Ljósmynd/Anna Vigdís Gísladóttir

Mik­ill áhugi fyr­ir inn­lendu leiknu efni er hjá öll­um inn­lendu sjón­varps­stöðvun­um og þá sýna er­lend­ir aðilar ís­lenskri fram­leiðslu stöðugt meiri áhuga. Þrátt fyr­ir það sit­ur Kvik­mynda­sjóður eft­ir og flösku­háls mynd­ast í ís­lensk­um kvik­myndaiðnaði. Stjórn­völd geta hjálpað til með því að auka fram­lög í ís­lenska kvik­mynda­gerð

Þetta seg­ir Þór­hall­ur Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu Sagafilm í sam­tali við mbl.is. „Fyr­ir hverja krónu sem ríkið legg­ur til kvik­mynda­gerðar fær það 2-3 til baka. Þetta er ekki ölmusa eða styrk­ur, þetta er fram­lag sem þú færð til baka, góð fjár­fest­ing,“ seg­ir Þór­hall­ur.

Hann seg­ir fjár­magnið alltaf helstu áskor­un­ina í fram­leiðslu­brans­an­um. „En þá er alltaf betra að vera með góð verk­efni því þá er fjár­mögn­un auðveld­ari. Það er þess virði að eyða orku í að vinna þetta vel en stóra áskor­un­in er og verður alltaf fjár­magn. Hér er verið að búa til sterk­an kvik­mynda­geira og byggja upp sterka innviði sem geta tek­ist á við þessi stóru verk­efni og gera þau vel á þeim mæli­kv­arða sem kraf­ist er er­lend­is.“

Þórhallur segir styrk frá Kvikmyndasjóði forsendu þess að  fjármagn fáist úr erlendum sjóðum, og þar með forsendu fyrir því að hægt sé að framleiða efni á íslensku fyrir íslenska þjóð.

„Þannig laðar fjárfesting í kvikmyndasjóð til sín erlent fjármagn sem aftur styrkir efnahaginn sem og atvinnugreinina í heild sinni. Við viljum segja íslenskar sögur sem endurspegla umhverfi okkar, sögu, og samfélag,“ segir Þórhallur. 

„Þegar sería er að fá þessi viðbrögð og við að …
„Þegar sería er að fá þessi viðbrögð og við að fá viðbrögð frá þeim sem selja og kaupa efnið þá er spurt, „Hvað eruð þið með meira?“ og þá opn­ast á þetta sam­tal á milli okk­ar við er­lenda aðila. Sal­an úti er gríðarlega mik­il­væg og sér­stak­lega þegar fjár­mögn­un á Íslandi er hlut­falls­lega að minnka,“ seg­ir Þór­hall­ur. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Áhugi er­lend­is fyr­ir Stellu Blóm­kvist

Flest­ir þekkja fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Sagafilm sem hef­ur sér­hæft sig í fram­leiðslu sjón­varps­efn­is og kvik­mynda í næst­um því fjöru­tíu ár. Það er gríðarlega mikið í gangi hjá fyr­ir­tæk­inu og er það í takt við þá miklu grósku sem er nú í kvik­mynda- og sjón­varps­geir­an­um hér á landi. Fyr­ir­tækið fram­leiðir all­ar gerðir af sjón­varps­efni eins og raun­veru­leikaþætt­ina The Voice Ísland og Big­gest Loser, spennuþætti eins og Pressu og Rétt ásamt kvik­mynd­um og heim­ild­ar­mynd­um og fræðsluþátt­um og auglýsingum. Eitt verk­efni sem var að klárast í upptökum og Þór­hall­ur nefn­ir er tveggja þátta serí­an Líf eft­ir dauðann sem verður frum­sýnd á RÚV um pásk­ana. Serí­unni er leik­stýrt af Veru Sölva­dótt­ur sem skrifaði hand­ritið með Lindu Vil­hjálms­dótt­ur en Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son leik­ur aðal­hlut­verkið. 

Þá er fyr­ir­tækið einnig með sex þátta seríu í þróun sem mun heita Stella Blóm­kvist en stefnt er að því að byrja að skjóta hana í mars á næsta ári, eft­ir nokk­urra ára þróun. „Stella Blóm­kvist hef­ur þegar vakið mikla at­hygli er­lend­is sem er ánægju­legt. Við bind­um mikl­ar von­ir við hand­ritið sem er hörkugott,“ seg­ir Þór­hall­ur en Óskar Þór Ax­els­son mun leik­stýra Stellu Blóm­kvist. Þegar hef­ur verið samið við er­lenda og inn­lenda sam­starfsaðila varðandi fjár­mögn­un en serí­an verður að öll­um lík­ind­um sýnd í Sjón­varpi Sím­ans næsta haust.

Þetta eru aðeins tvö af þeim fjöl­mörgum verk­efn­um sem eru á döf­inni hjá Sagafilm í leiknu efni og í sam­tali við mbl.is gat Þór­hall­ur nefnt sjö verk­efni með leiknu efni sem stefnt er á að kom­ist í fram­leiðslu á næsta ári og byrj­un 2018. Mörg þeirra hafa nú þegar fengið stuðning, bæði frá sjón­varps­stöðvum hér á landi en einnig er­lend­is frá.

Um er að ræða allskon­ar verk­efni, m.a. kvikmynd fyrir alla fjölskylduna, póli­tíska dramaseríu, dramaseríu sem gerist á íslensku sjúkrahúsi og heim­ild­ar­mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið en banda­ríska efn­isveit­an Net­flix er stærsti ein­staki fjár­mögn­un­araðili henn­ar.  

„Hvað eruð þið með meira?

Þór­hall­ur bend­ir á að Sagafilm og kvik­myndaiðnaður­inn hér á landi al­mennt hafi nú ótrú­lega öfl­ug­an hóp af hand­rita­höf­und­um. „Í kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur náðst að byggj­a upp sterk­ari og sterk­ari hóp sem hef­ur vinnu við það að skrifa hand­rit fyr­ir kvik­mynd­ir og sjón­varp,“ seg­ir Þór­hall­ur og bæt­ir við að það hafi ekki verið þannig fyr­ir nokkr­um árum. Við sjá­um líka góða nýliðun þar sem við fáum nýja efni­lega höf­unda sem bland­ast reynd­ari teym­um.  Það er ákaflega mikilvægt að halda áfram að styrkja þróun og handritaskrif enn frekar þar sem sterk handrit eru undirstaðan af vönduðu verki. Þar höfum við styrkt okkur mikið síðastliðin ár og viljum halda áfram að styrkja okkur enn frekar.“

Seg­ir Þór­hall­ur að það sé vegna þess sem fyr­ir­tæk­in fara út í verk­efni með meira sjálfs­traust. „Við vit­um að þau eru góð og við finn­um viðbrögðin hér heima og erlendis.“

Í þessu sam­hengi nefn­ir Þór­hall­ur að spennuserí­an Rétt­ur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári hafi ný­lega verið seld til Chann­el 4 í Bretlandi og HBO í Evr­ópu í gegn­um dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið Red Arrow.

„Þegar sería er að fá þessi viðbrögð og við að fá viðbrögð frá þeim sem selja og kaupa efnið þá er spurt, „Hvað eruð þið með meira?“ og þá opn­ast á þetta sam­tal á milli okk­ar og er­lendra aðila. Sal­an úti er gríðarlega mik­il­væg og sér­stak­lega þegar fjár­mögn­un á Íslandi er hlut­falls­lega að minnka,“ seg­ir Þór­hall­ur.

Sagafilm framleiðir m.a. The Voice Ísland.
Sagafilm framleiðir m.a. The Voice Ísland. Ljósmynd/Sigrún Eggertsdóttir

Mega ekki einbeita sér aðeins að erlendum markaði

Hann bæt­ir þó að við að sal­an er­lend­is megi aldrei koma í staðinn fyr­ir söl­una hér á landi. „Þetta má ekki verða þannig að við séum bara að fókusera á er­lend­an markað. Þá eru enn frek­ari kröf­ur um að er­lend­ir aðilar eigi meira í verk­efn­un­um, vinni kannski sjálf­ir end­ur­vinnsl­una, velji leik­ara eða láti hluta af verk­efn­inu vera tekinn upp í þeirra heimalandi. Við vilj­um ekki þá þróun í krafti fjár­magns. Ég get nefnt tvö nýleg atvik þar sem erlendir fjármögnunaraðilar óskuðu eftir veigamiklum breytingum á handriti gegn því að að setja meira fjármagn í þættina og þá að fara ekki gegnum íslenska kvikmyndasjóðinn. Við höfnuðum því einfaldlega af prinsipp ástæðum,“ segir Þórhallur og bætir við að með upp­bygg­ingu iðnaðar­ins hér á landi sé auðveld­ara að fram­leiða betra efni og hef­ur áhug­inn og fjár­magnið er­lend­is frá vaxið með því. 

„Við höf­um ekki leng­ur áhyggj­ur af gæðunum. Við get­um haldið áfram að segja sög­urn­ar okk­ar og þegar við erum með for­ræði yfir skrif­un­um get­um við sagt sög­ur af ís­lensk­um veru­leika. Þá eru enn meiri lík­ur á að dreif­ing­araðilar er­lend­is vilji sjá það líka. Við vilj­um ekki endi­lega framleiða ein­hverj­ar spennuserí­ur til þess að þóknast eingöngu ­fjár­fest­um er­lend­is frá. Fólki finnst áhuga­vert að sjá ís­lensk­ar sög­ur og því þarf að halda áfram. Þar get­ur Kvik­mynda­sjóður hjálpað en til þess þarf samstöðu og stuðning komandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að pólitíkin skilji mikilvægi Kvikmyndasjóðs í heildarfjármögnun í íslenskri sjónvarps- og kvikmyndagerð.“

Sagafilm kom að tök­um fyr­ir banda­rísku Hollywood mynd­ina In­ter­stell­ar hér …
Sagafilm kom að tök­um fyr­ir banda­rísku Hollywood mynd­ina In­ter­stell­ar hér á landi árið 2013 en eft­ir það gerði fyr­ir­tækið ákveðnar breyt­ing­ar.

Hollywood hefur mikil áhrif á veltutölur í iðnaðinum

Velt­an í ís­lenskri kvik­mynda­gerð hef­ur aldrei verið meiri og er það að miklu leyti vegna þeirra er­lendu verk­efna sem koma hingað til lands. Þór­hall­ur seg­ir það að mörgu leyti mjög já­kvætt, bæði eykst við það fagþekking og fyrirtækin í atvinnugreininni verða sterkari. Slík þróun get­ur þó líka verið hættu­leg. „Það má ekki verða þannig að við séum eingöngu að þjón­usta er­lendu fyr­ir­tækin í stað þess að skrifa okk­ar eig­in hand­rit. Við ætt­um að skapa jafn­vægi þarna á milli.“

Sagafilm kom að tök­um fyr­ir banda­rísku Hollywood mynd­ina In­ter­stell­ar hér á landi árið 2013 en eft­ir það gerði fyr­ir­tækið ákveðnar breyt­ing­ar. „Við fór­um að sækja meira á evr­ópsk­an markað, aug­lýs­ing­ar og sjón­varps­verk­efni því það pass­ar starf­sem­inni hérna bet­ur. Þegar svona Hollywood mynd kem­ur hingað ryður hún nán­ast öllu hér til hliðar. Okk­ur fannst við þurfa að gera þetta í jafn­vægi við fyr­ir­tækið í heild sinni og það hentar okk­ur bet­ur.“

Þór­hall­ur seg­ir eitt af mark­miðum Sagafilm að auka hlut kven­leik­stjóra …
Þór­hall­ur seg­ir eitt af mark­miðum Sagafilm að auka hlut kven­leik­stjóra og kvenhandritahöfunda hjá fyr­ir­tæk­inu. Hér má sjá leikstjórann Veru Sölvadóttir við tökur á Lífi eftir dauðann. Ljósmynd/Anna Vigdís Gísladóttir

Töl­urn­ar segja ekki alla sög­una

Spurður um stöðu fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir Þór­hall­ur fyr­ir­tæki eins og Sagafilm sveifl­ast tölu­vert milli tíma­bila. „En við erum nokkurn veginn stödd á þeim stað sem við vilj­um vera,“ seg­ir hann. „Við breytt­um starf­sem­inni tölu­vert ný­lega, tækjaleig­an Luxor og Saga Events urðu sjálfstæð fyrirtæki. Nú erum við fyrst og fremst að ein­beita okk­ur að fram­leiðslu sjón­varps­efn­is, heim­ild­ar­mynda, kvik­mynda, aug­lýs­inga og að þjón­usta er­lend fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hér á landi. Þar með hefur fókusinn aukist og við getum betur gripið þau tækifæri sem framundan eru í framleiðslu fyrir sjónvarp- og kvikmyndir.“

Hann telur að Sagafilm hafi aldrei verið eins öfl­ugt í lang­an tíma, verk­efna­lega séð. „Töl­urn­ar segja oft ekki alla sög­una, við höf­um oft verið með meiri eða minni veltu. En mér finnst eins og við séum á rétt­um stað núna og að við séum að halda áfram á þeirri veg­ferð sem við erum á. Við erum í góðu sam­starfi við all­ar sjón­varps­stöðvarn­ar og vinn­um jafnt með þeim öll­um. Allt okk­ar starf bygg­ist í raun á sam­starfi við aðra og fyr­ir­tækið er mjög opið fyr­ir því að vinna með öðrum. En fyrst og fremst miðum við við að gera það sem við ráðum við og gera það vel.“

Mik­il­vægt að ráða kven­leik­stjóra

Sagafilm er rekið á 38 ára gam­alli kenni­tölu og er með 30 fa­stráðna í vinnu. Þór­hall­ur seg­ir eitt af mark­miðum Sagafilm að auka hlut kven­leik­stjóra og kvenhandritahöfunda hjá fyr­ir­tæk­inu en þegar starfa fjöl­marg­ar kon­ur þar sem fram­leiðend­ur og þá er for­stjór­inn Guðný Guðjónsdóttir. „Oft er talað um að í heild halli á kon­ur í brans­an­um og þá helst þegar það kem­ur að leik­stjór­um. Eitt af mark­miðum okk­ar er að auka hlut þeirra og ég held að það sama sé upp á ten­ingn­um hjá öll­um öðrum kvik­mynda­fyr­ir­tækj­um hér á landi,“ seg­ir Þór­hall­ur.

Aðspurður hvernig hægt sé að gera það seg­ir hann að mik­il­væg­ast sé auðvitað að ráða kven­leik­stjóra og hjálpa þeim að öðlast reynslu og nefnir Veru Sölvadóttur sem dæmi en hún var að leikstýra nýrri sjónvarpsþáttaröð hjá Sagafilm. Einnig er Sagafilm að þróa sjónvarpsseríu með Dögg Mósesdóttur og enn aðra með Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur svo eitthvað sé nefnt.

Frá Lauga­vegi í Kópa­vog

Eins og fyrr seg­ir starfa þrjá­tíu manns hjá Sagafilm fa­stráðnir en þá er fyr­ir­tækið með gríðarlega marga verk­taka sem koma inn með hverju verk­efni. Aðspurður hvort fleiri fa­stráðning­ar séu áætlaðar á næst­unni seg­ir hann það ráðast allt af verk­efna­stöðu og fjár­mögn­un verk­efna.

Nú stend­ur mikið til hjá Sagafilm en eft­ir fimmtán ár í gamla Sjón­varps­hús­inu við Lauga­veg standa nú yfir flutn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins upp í Urðahvarf í Kópa­vogi. Þór­hall­ur seg­ir nýja hús­næðið mun hent­ugra fyr­ir starf­sem­ina en rýmið er 1.000 fermetrar. „Hér erum við svo­lítið sund­urslit­in á tveim­ur hæðum. Á nýja staðnum erum við öll sam­an á einni hæð en hús­næðið er glæ­nýtt, með öfluga hljóð og klippiaðstöðu. Þetta er hús­næði sem hent­ar al­veg gríðarlega vel enda sérsniðið að okkar þörfum og er á frá­bær­um stað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka