Mesta eyðsla í mörg ár

Allt bendir til þess að Íslendingar eyði meiri pening fyrir …
Allt bendir til þess að Íslendingar eyði meiri pening fyrir þessi jól en undanfarin ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar kr. án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Þetta er mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rannsóknasetur verslunarinnar birtir hér spá um jólaverslunina þar sem þetta kemur fram.

Af spánni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til innkaupa í nóvember og desember, sem rekja má til árstímans. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Vöxturinn á milli ára er því 9,5%. Tekið skal fram að mannfjöldi eykst um 1,1% á þessu tímabili samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar.

Í samantekt Rannsóknasetursins um jólaverslunina er einnig að finna umfjöllun um neyslubreytingar sem tengjast jólaversluninni, að því er segir í tilkynningu.

Það verður ekkert til sparað við kaup á jólamatnum og …
Það verður ekkert til sparað við kaup á jólamatnum og jólavíninu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Minna bruðl og meiri fyrirhyggja

„Allar forsendur benda til þess að jólaverslun verði með líflegasta móti í ár og metvöxtur verði milli ára. Hvort sem horft er til kaupmáttar, neyslu eða væntinga, þá benda allar vaxtalínur upp til himins.

Styrking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum er langt umfram væntingar, og auka líkur á að vöruverð verði áfram stöðugt eða fari jafnvel lækkandi. Bjartsýni ríkir því bæði hjá kaupmönnum og neytendum fyrir þessi jól. Þó kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er vöxtur í einkaneyslu ekki í sama takt, sem felur í sér að þó neysla aukist er hún ekki umfram kaupgetu. Þannig ríkir meiri yfirvegun í kaupum á neysluvörum nú en á fyrri hagvaxtaskeiðum, þegar eyðsla var umfram kaupgetu. Því má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum.

Að undanförnu hefur verið töluverður vöxtur í allri tegund verslunar og gera má ráð fyrir að svo verði fyrir jólin. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra,“ segir í samantektinni.

Ætli gullsíminn verði jólagjöfin í ár?
Ætli gullsíminn verði jólagjöfin í ár? AFP

Sjónvörp og snjallsímar rjúka út

Í raftækjum má gera ráð fyrir aukinni sölu í tækjum til afþreyingar. Hér, líkt og í nágrannalöndum okkar, aukast vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og öll fjölskyldan getur notið. Dæmi um slík tæki er Play Station-leikjatölvan.

Þá má gera ráð fyrir aukinni sölu í sjónvörpum og snjallsímum. Styrking krónunnar heldur aftur af verðhækkunum á húsgögnum og veldur jafnvel verðlækkunum, eins og á öðrum innfluttum vörum. Þetta eykur hvatann til endurnýjunar á húsgögnum heimilisins. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu. Dæmi um söluaukningu er að sala á rúmum jókst um 65% í september síðastlinum.

Verðlækkun hefur orðið á fötum frá síðasta ári vegna afnáms tolla á um áramótin. Líkur eru á að sala á fötum aukist að magni til fyrir þessi jól. Á móti kemur að mun hagstæða hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum og því má gera ráð fyrir að vinsældir þess að kaupa föt í útlöndum minnki ekki fyrir fyrir þessi jól, samkvæmt skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK