3% samdráttur vegna viðskiptabanns

Í Bolungarvík. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á …
Í Bolungarvík. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á Vestfjörðum og Vesturlandi en þar eru leyfi fyrir 21.698 tonna ársframleiðslu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ísland sit­ur í 20. sæti á lista yfir stærstu fisk­veiðiþjóðir heims miðað við árið 2014 með um 1,4% hlut­deild á heimsvísu. Ísland hef­ur færst neðar á þess­um lista síðustu ár þar sem aðrar þjóðir hafa aukið veiðar sín­ar um­fram Ísland. Þetta kem­ur fram í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar Íslands­banka um sjáv­ar­út­veg­inn.

Deild­in tel­ur að út­flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða muni taka við sér á seinni helm­ingi árs­ins, ekki síst vegna auk­inna afla­heim­ilda í þorski. Þá er talið að út­flutn­ing­ur muni drag­ast sam­an um 1% á ár­inu 2016 en gert er ráð fyr­ir ríf­lega 4% aukn­ingu í út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða á ár­inu 2017 og rúm­lega 3% aukn­ingu árið 2018.

Mest veitt af loðnu en þorsk­ur­inn verðmæt­ast­ur

Heild­arafli á síðasta ári var 1.319 þúsund tonn og jókst afl­inn um 22,5% frá ár­inu 2014. Mest var veitt af loðnu á ár­inu eða um 337 þúsund tonn og jókst loðnu­afl­inn um 218% frá ár­inu 2014. Afla­verðmæti árs­ins 2015 nam rúm­lega 151 millj­arði króna sem er 9,2% aukn­ing frá ár­inu 2014 miðað við fast verðlag.

Þorsk­ur er enn lang­stærst­ur þegar kem­ur að afla­verðmæti og nam afla­verðmæti hans tæp­um 61 millj­örðum króna á ár­inu 2015 eða sem nem­ur 40,3% af heild­ar­verðmæti afl­ans. Verðmæta­aukn­ing þorsks nam 13% sem er 10 pró­sentu­stig­um um­fram aukn­ingu í magni og hef­ur því verðmæti á hvert tonn auk­ist milli ára.

Þorsk­ur var verðmæt­asta út­flutn­ings­teg­und­in á síðasta ári en þá námu út­flutn­ings­verðmæti hans 105 millj­örðum króna. Er það um 38% af út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða.

Þorskur er enn langstærstur þegar kemur að aflaverðmæti og nam …
Þorsk­ur er enn lang­stærst­ur þegar kem­ur að afla­verðmæti og nam afla­verðmæti hans tæp­um 61 millj­örðum króna á ár­inu 2015 eða sem nem­ur 40,3% af heild­ar­verðmæti afl­ans. mbl.is/ÞÖ​K

Sam­drátt­ur tengd­ur við viðskipta­bann

Útflutt magn sjáv­ar­af­urða á ár­inu 2015 nam tæp­um 632 þúsund tonn­um og er það um 3% lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonn­um und­ir lang­tíma meðaltali. Þessi sam­drátt­ur í út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða milli ára skýrist einna helst af viðskipta­banni Rúss­lands. Þrátt fyr­ir þetta námu verðmæti út­flutn­ings á ár­inu 2015 um 265 millj­örðum króna sem er tæp­um 17 millj­örðum króna meira en á ár­inu 2014 miðað við verðlag árs­ins 2015.

Tekj­ur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga á ár­inu 2015 námu 275 millj­örðum króna og juk­ust um 9 millj­arða króna á föstu verðlagi eða um 3,3%. Skýrist þessi vöxt­ur í tekj­um af aukn­um loðnu­veiðum og auknu verðmæti þorskafl­ans vegna verðhækk­un­ar á er­lend­um mörkuðum.

Frá Rauða torginu. Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2015 nam …
Frá Rauða torg­inu. Útflutt magn sjáv­ar­af­urða á ár­inu 2015 nam tæp­um 632 þúsund tonn­um og er það um 3% lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonn­um und­ir lang­tíma meðaltali. Þessi sam­drátt­ur í út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða milli ára skýrist einna helst af viðskipta­banni Rúss­lands. AFP

18% til Bret­lands

Í niður­stöðum skýrsl­unn­ar er bent á að gengi krón­unn­ar hafi styrkst um 17% frá upp­hafi árs og 26% frá upp­hafi síðastliðins árs gagn­vart viðskipta­veg­inni geng­is­vísi­tölu. Hef­ur gengi krón­unn­ar styrkst mest gagn­vart bresku pundi eða um 41% frá upp­hafi árs. Bret­land er eitt af stærstu viðskipta­lönd­um Íslands og fara um 18% af heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða til Breta. Hef­ur því geng­is­lækk­un punds­ins gagn­vart krón­unni tals­verð áhrif á ut­an­rík­is­viðskipti.

Norðmenn eru stærst­ir í fisk­eldi í Evr­ópu með um 45% hlut­deild. Ísland sit­ur í 25. sæti á meðal fisk­eld­isþjóða í Evr­ópu með 8 þúsund tonn eða um 0,3% af heild­ar­fisk­eldi álf­unn­ar.

Útflutn­ings­verðmæti eld­is­fisks árið 2015 var um 7 millj­arðar króna sam­an­borið við 5,5 millj­arða króna árið 2014 á föstu verðlagi. Banda­rík­in eru sem fyrr stærsti markaður­inn fyr­ir ís­lensk­ar eldisaf­urðir með um 35% af heild­ar­verðmæti árs­ins 2015. Bret­land kem­ur þar á eft­ir með um 9,3% og Þýska­land með um 7,5%.

Útgef­in leyfi til fram­leiðslu fisk­eld­is eru mest á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi en þar eru leyfi fyr­ir 21.698 tonna árs­fram­leiðslu. Hafa rekstr­ar­leyfi til fram­leiðslu fisk­eld­is stækkað um 2.320 tonn frá ár­inu 2014.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK