Íslenskt eldsneyti fær Svansvottun

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra …
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra SORPU, svansvottunina á haustráðstefnu Svansins. Aðsend mynd

Íslenska eldsneytið met­an hlaut í dag nor­ræna um­hverf­is­merkið Svan­inn og er þar með fyrsta ís­lenska eldsneytið til að hljóta slíka vott­un. Um­hverf­is­merkið tek­ur til alls lífs­fer­ils met­ans sem fram­leitt er af SORPU og er m.a. staðfest­ing á að fram­leiðsla og notk­un eldsneyt­is­ins stuðlar að lág­marks­los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þá er orku­notk­un í fram­leiðslu­ferl­inu haldið í lág­marki og komið í veg fyr­ir sóun eins og kost­ur er. Vott­un­in er háð því að eldsneytið mæti sjálf­bærniviðmiðunum Evr­ópu­reglu­gerðar um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og kröf­um um gæði eldsneyt­is­ins.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sorpu. 

Þar seg­ir að me­tangas­fram­leiðsla í Álfs­nesi sem hófst árið 2015 sam­svari ríf­lega 2 millj­ón­um bens­ín­lítra og notk­un þess í stað jarðefna­eldsneyt­is sparaði um 33.000 tonn af CO2. Um 1.400 öku­tæki nýta í dag met­an sem eldsneyti en sam­an­lagt er sót­spor þeirra aðeins á við 14 bens­ín­bíla og sót­meng­un nán­ast eng­in.

Árið 2018 hefst starf­semi fyrstu gas- og jarðgerðar­stöðvar­inn­ar á Íslandi, hjá SORPU í Álfs­nesi. Met­an­vinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heild­ar­fram­leiðslan frá stöðinni og urðun­arstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 met­an­bíla. Auk þess mun stöðin skila um 10-12.000 tonn­um af jarðvegs­bæti sem nýta má til upp­græðslu lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK