Vefur Elko hrundi vegna álags

Á Svörtum fössara í fyrra.
Á Svörtum fössara í fyrra. Ljósmynd/Elko

Gríðarlegt álag hef­ur skap­ast á vef raf­tækja­versl­un­ar­inn­ar Elko í morg­un vegna til­boða í til­efni „svarts föss­ara“ eða „Black Fri­day“ í dag. Vef­ur­inn lá niðri um tíma en virðist nú vera kom­inn í lag í bili.

Fyrri frétt mbl.is: Hvað ger­ir þenn­an föstu­dag svart­an?

Markaðsstjóri Elko seg­ir mjög mikið álag á vefn­um og í búðunum sömu­leiðis vegna til­boðanna en mörg þeirra tóku gildi klukk­an átta í morg­un.

„Við byrjuðum á mánu­dag­inn með til­boð vegna Svarts föss­ara, köstuðum þá góðum til­boðum í loftið en bætt­um við til­boðum á hverj­um degi. Svo náði þetta há­marki þegar við opnuðum klukk­an átta í morg­un,“ seg­ir Berg­lind Ósk Ólafs­dótt­ir, markaðsstjóri Elko í sam­tali við mbl.is

Hún seg­ir brjálað að gera í búðunum. „Þegar ég mætti klukk­an sjö í morg­un var mynd­ar­leg röð fyr­ir fram­an versl­un­ina í Lind­um sem er nátt­úru­lega bara frá­bært. Fólk er að taka mjög vel í  þetta og það geng­ur rosa­lega vel.“

Berg­lind seg­ir mikl­ar raðir í öll­um versl­un­um Elko en vin­sæl­ustu vör­urn­ar eru Playstati­on vél­ar, snjallsím­ar, spjald­tölv­ur og sjón­vörp en Elko er með yfir 400 vör­ur á til­boði í til­efni dags­ins en í tak­mörkuðu magni. Að sögn Berg­lind­ar er að minnsta kosti ein gerð af sjón­varpi uppseld á til­boðinu.

Þetta er í annað skiptið sem Elko held­ur Black Fri­day eða Svart­an föss­ara hátíðleg­an og seg­ir Berg­lind dag­inn kom­inn til að vera. Mikið álag var hjá Elko í fyrra líka þar sem Playstati­on vélar­an­ar kláruðust á inn­an við mín­útu til dæm­is.

„Með þess­um vilj­um við skapa stemn­ingu á markaðinum og við lít­um á þetta sem já­kvætt fram­tak sem skap­ar eft­ir­vænt­ingu,“ seg­ir Berg­lind.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka