Lego opnar í Kína

AFP

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur sett verksmiðju á laggirnar í Kína og er þetta fyrsta verksmiðja fyrirtækisins í Asíu.

Fyrir ári neitaði Lego að selja kínverska andófslistamanninum Ai Weiwei kubba fyrir verk sem hann var með í vinnslu.

Um fimmtu kubbaverksmiðjuna er að ræða og er hún í Zhejiang-héraði. Þar verða framleiddar um 80% af þeim vörum sem Lego selur í Asíu.

Lego hætti í upphafi árs að óska eftir upplýsingum um hvað kubbar fyrirtækisins verða notaðir í þegar þeir eru keyptir í miklu magni í heildsölu.

Lego fékk á sig harða gagnrýni í fyrra þegar Ai Weiwei skýrði frá því að fyrirtækið hefði neitað að afgreiða kubbapöntun hans þar sem hann hefði verið talinn ætla að nota kubbana í pólitískum tilgangi. Ai kvaðst hafa orðið orðlaus af undrun og á samfélagsmiðlum tengdu menn synjunina við nýlega tilkynningu um að samningar hefðu náðst við kínversk yfirvöld um byggingu Legolands í Sjanghaí.

Ai er þekktasti listamaður Kína og hefur oft gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Hann notaði Lego-kubba til þess að búa til myndir af pólitískum aðgerðasinnum víðs vegar um heim á sýningu árið 2014 um tjáningarfrelsið, en hún var haldin á fangaeyjunni Alcatraz í San Francisco-flóa. Aðdáendur listamannsins söfnuðu Lego-kubbum fyrir hann eftir að fyrirtækið neitaði að selja honum kubba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK