Eggjaskortur í desember?

Samkaup rekur m.a. verslanir Nettó.
Samkaup rekur m.a. verslanir Nettó. mbl.is/Hjörtur

Egg frá fyrirtækinu Brúneggjum hafa verið tekin úr sölu hjá verslunum Samkaupa, og er það varanleg ráðstöfun. Verslanir í eigu Samkaupa eru Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Kjörbúðin, Sunnubúð, Krambúð og Hólmgarður.

Fyrirtækið Brúnegg var til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. Þar kom fram að eigendur Brúneggja hefðu blekkt neyt­end­ur í mörg ár með sölu á vist­væn­um eggj­um fyr­ir­tæk­is­ins. Starfs­fólk Mat­væla­stofn­un­ar hef­ur ít­rekað gert at­huga­semd­ir við aðbúnað á eggja­bú­um Brúneggja.

„Það var tekin ákvörðun um að taka eggin úr sölu eldsnemma í morgun. Þá var byrgjum tilkynnt að viðskiptum yrði hætt,“ segir Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa í samtali við mbl.is. 

Samkaup bætist nú í hóp þeirra verslana sem þegar hafa tekið Brúnegg úr sölu en nú hafa Melabúðin, Krónan, Bónus og Hagkaup fjarlægt eggin úr verslunum sínum.

Stefán bendir á að málið gæti leitt til eggjaskorts í desember en í Kastljósi í gær kom fram að Brúnegg væri með um 20% hlutdeild á eggjamarkaðinum. „Desember er náttúrulega einn stærsti mánuðurinn í eggjasölu og við sjáum fram á að það gæti orðið erfitt næsta mánuðinn að bjóða upp á næg egg í búðunum okkar, sérstaklega í Reykjavík,“ segir Stefán. Verslanir Samkaupa eru um allt land og úti á landi eru eggin keypt af eggjabúum í næsta nágrenni. Annað á við í Reykjavík og því gæti staðan orðið erfiðari þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka