Hætti að hindra innflutning á eggjum

Á innflutt egg er lagður 30% verðtollur, auk 208-390 króna …
Á innflutt egg er lagður 30% verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Á kíló af ferskum eggjum, sem keypt væri til landsins á 400 krónur, myndi þannig samkvæmt tollskrá leggjast 120 króna verðtollur og 243 króna magntollur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur skorað á stjórn­völd að gefa þegar í stað út op­inn, toll­frjáls­an inn­flutn­ingskvóta á fersk­um eggj­um til að bregðast við fyr­ir­sjá­an­leg­um eggja­skorti fyr­ir jól­in.

Er það mat FA að vegna þess trúnaðarbrests sem orðið hef­ur á milli neyt­enda og versl­un­ar ann­ars veg­ar og eggja­f­ram­leiðand­ans Brúneggja hins veg­ar vegna illr­ar meðferðar á dýr­um sé fyr­ir­sjá­an­legt að fram­boð á eggj­um í versl­un­um drag­ist sam­an um allt að 20% í mestu bakst­ur­stíð árs­ins. 

„Í lög­um eru sér­stök ákvæði sem eiga að tryggja að ís­lensk­ir neyt­end­ur búi ekki við mat­ar­skort. Sú skylda er til dæm­is lögð á land­búnaðarráðherra að út­hluta toll­kvót­um skv. 65. gr. A bú­vöru­laga ef fram­boð á viðkom­andi vöru er ekki nægj­an­legt á inn­an­lands­markaði eða sýnt þykir að það verði ekki nægj­an­legt á næstu þrem­ur mánuðum, sbr. 1. mgr. ákvæðis­ins. Það er því ekki aðeins heim­ild til að opna fyr­ir þenn­an inn­flutn­ing, held­ur er ráðherra skyldug­ur að gera það í ljósi þess að skort­ur er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Ýmis for­dæmi eru fyr­ir beit­ingu þess­ar­ar heim­ild­ar á und­an­förn­um árum,“ seg­ir á vef FA.

Leggja 30% toll á inn­flutt egg

Bent er á að toll­ar á eggj­um séu svo háir að inn­flutn­ing­ur þeirra er ekki raun­hæf­ur nema niður­fell­ing tolla komi til. Á inn­flutt egg er lagður 30% verðtoll­ur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Á kíló af fersk­um eggj­um, sem keypt væri til lands­ins á 400 krón­ur, myndi þannig sam­kvæmt toll­skrá leggj­ast 120 króna verðtoll­ur og 243 króna magntoll­ur.

„Þannig myndi inn­kaupsverð vör­unn­ar hátt í tvö­fald­ast og hún yrði ekki sam­keppn­is­fær,“ seg­ir á vef FA.

Þá skor­ar FA á stjórn­völd jafn­framt að upp­fylla skuld­bind­ing­ar sín­ar sam­kvæmt EES-samn­ingn­um og leyfa inn­flutn­ing á óger­il­sneydd­um, fersk­um eggj­um sem staðist hafa heil­brigðis­eft­ir­lit í öðrum EES-ríkj­um. Bent er á að eft­ir­lits­stofn­un EFTA hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að bann við inn­flutn­ingi á fersk­um eggj­um brjóti í bága við EES-samn­ing­inn og sé fyrst og fremst tækni­leg viðskipta­hindr­un.

Nægt fram­boð í ná­granna­lönd­un­um

FA bend­ir á að nægt fram­boð er af eggj­um frá viður­kennd­um fram­leiðend­um í ná­granna­lönd­un­um, sem upp­fylla ströng skil­yrði um heil­brigði vör­unn­ar, dýra­vel­ferð og aðbúnað á eggja­bú­um og hafa marg­vís­leg­ar op­in­ber­ar vott­an­ir þar að lút­andi.

„Stjórn­völd hindra hins veg­ar að ís­lensk­ir neyt­end­ur hafi aðgang að slík­um vör­um, ann­ars veg­ar með háum toll­um og hins veg­ar með tækni­leg­um viðskipta­hindr­un­um í formi kröfu um ger­il­sneyðingu, sem ekki er gerð til inn­lendra fram­leiðenda,“ seg­ir á vef fé­lags­ins.

„Á þess­um sviðum eins og öðrum er sam­keppn­in hvati til þess að standa sig bet­ur. Neyt­end­ur eiga að fá sem ríku­leg­ast­ar og rétt­ast­ar upp­lýs­ing­ar um upp­runa vöru, aðstæður við fram­leiðsluna og eft­ir­lit með þeim vott­un­um sem fram­leiðend­ur hafa og svo eiga þeir að hafa frelsi til að velja,“ er haft eft­ir Ólafi Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóra FA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK