Atvinnuleysi meðal ungs fólks langminnst á Íslandi

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í október 2016.
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í október 2016.

Ísland er með lang­minnsta skráða at­vinnu­leysið í Evr­ópu um þess­ar mund­ir að því er fram kem­ur í töl­um um árstíðarleiðrétt at­vinnu­leysi sem Hag­stofa Evr­ópu, Eurostat, gaf út í fyrra­dag, en það mæld­ist 2,9% í októ­ber síðastliðnum.

Töl­ur Eurostat sýna jafn­framt meðaltal at­vinnu­leys­is inn­an 19 landa evru­svæðis­ins og inn­an allra 28 aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Alls voru 20,4 millj­ón­ir manna at­vinnu­laus­ar í Evr­ópu­sam­band­inu öllu í októ­ber síðastliðnum eða 8,3% af vinnu­afli álf­unn­ar. Þetta er minnsta at­vinnu­leysi sem mælst hef­ur í Evr­ópu síðan í fe­brú­ar 2009.

At­vinnu­leysið inn­an evru­svæðis­ins var meira og nam 9,8%, en það hef­ur þó ekki mælst lægra síðan í júlí 2009. Alls voru rúm­lega 15 millj­ón­ir manna at­vinnu­laus­ar á evru­svæðinu í októ­ber 2016, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Ungt fólk á Íslandi stend­ur vel

Á Íslandi voru 5,9% fólks und­ir 25 ára aldri at­vinnu­laus í októ­ber síðastliðnum. Í Evr­ópu­sam­band­inu voru á sama tíma 18,4% ungs fólks at­vinnu­laus. Þegar litið er til evru­svæðis­ins þá er at­vinnu­leysið enn meira meðal ungs fólks eða 20,4% yfir sama tíma­bil.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka